Þriðjudagur 08.04.2014 - 21:07 - FB ummæli ()

Rússar fá á baukinn á Akureyri

Þing Norðurlandaráðs sem haldið var í Hofi á Akureyri samþykkti nú undir kvöld harðorða yfirlýsingu vegna framgöngu Rússa í Úkraínu og stjórnmálaástandsins sem skapast hefur vegna þessa.  Þetta er í fyrsta sinn sem Norðurlandaráð ályktar með þessum hætti um utanríkismál, segja mér fróðari menn. Ég flutti ræðu til stuðnings þessari ályktun í dag og birti hana hér:

Fundarstjóri, ágætu fundarmenn.

Mig langar til að byrja á því að lýsa ánægju minni með að Norðurlandaráð skuli taka þetta mál á dagskrá.  Framferði Rússa og það sem er að gerast í Úkraínu og það sem menn óttast að kunni að gerast í framtíðinni er okkur svo sannarlega viðkomandi, en norðurlönd hafa búið við þau gæði að hjá okkur hefur verið hægt að mynda tengsl yfir landamæri, mikil samskipti og samstarf eru á öllum sviðum og það ríkir traust og tiltrú.  Þetta eru mikilvæg skilaboð frá okkur með tilliti til þeirrar lýðræðismyndar sem við viljum horfa til og breiða út sem víðast.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands hefur látið sig þessi mál miklu varða sem og ríkisstjórn Íslands og Alþingi.  Þann 3. mars síðastliðinn var sendiherra Rússa á Íslandi kallaður á fund ráðherra þar sem ráðherran áréttaði þau sjónarmiði sem fram höfðu kmið hjá NATO, en fastaráð Atlantshafsbandalagsins fordæmi framferði Rússa, daginn áður.

Ég tel að Norðurlönd eigi að standa þétt saman í þessu máli og nota hvert tækifæri sem gefst til að koma mótmælum sínum á framfæri vegna hinnar ólöglegu innlimun Krímskaga í Rússland eftir hina ólöglegu þjóðaratkvæðagreiðslu á Krím.

Persónulega vildi ég gjarnan taka enn sterkar til orðar í ályktun eða yfirlýsingu þeirri sem hér er til umræðu á þemaþingi Norðurlandaráðs á Akureyri í dag, en get hins vegar vel sæst á það að yfirlýsingin verði orðuð eins og hér liggur fyrir.

Stóra spurningin, sem allir velta fyrir sér er láta Rússar staðar numið hér eða muni þeir halda áfram á sömu braut.  Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru afar mikilvæg til þess að koma í veg fyrir það, en að sama skapi veldur það miklum áhyggjum hve spenna fer vaxandi í eystri  Úkraínu.  Ekki er heldur útilokað að þessir atburðir geti leitt til flóttamannastraums til annarra Evrópuríkja.

Ég legg því til að yfirlýsingin verði samþykkt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur