Þriðjudagur 20.05.2014 - 19:50 - FB ummæli ()

Árbæjarsafn flutt í miðbæinn

Gamla bæjarmynd Reykjavíkur er eitt af því sem sem mun laða að erlenda ferðamenn í framtíðinni. Þar að auki mundi slík söguleg ásjóna, innan um nýbyggingar auðvitað, auka á góðan borgarbrag. Það er fátt fallegra en gömul hús sem er vel við haldið. Hvernig væri að flytja Árbæjarsafn eða hluta þess niður í bæ, etv. í Hljómskálagarðinn? Ég tel að það gæti verið frábært að hafa safnið niðri í bæ, en reyndar er sú hugmynd ekki ný af nálinni.  

Sem kunnugt er hef ég tekið heilshugar undir þá skoðun forsætisráðherra að ekki komi til greina að Landsbankinn byggi nýjar höfuðstöðvar við höfnina, sem yrði háreist glerbygging og myndi skyggja verulega á Hörpu.  Gagnrýni á þessa ráðagerð er ekki síður  sprottin af því að það er út í hött að bankinn sem er í stórum hluta í eigu ríkisins, og varð gjaldþrota fyrir fáeinum árum,  byggi stórhýsi með tilheyrandi kostnaði á meðan ekki eru til peningar til að endurnýja Landspítala Íslands. 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur