Laugardagur 03.01.2015 - 20:04 - FB ummæli ()

Markmiðið að auka kaupmátt!


 

Nú hafa breytingar á virðisaukaskatti og vörugjöldum tekið gildi sem munu hafa áhrif á verðlag á mjög mörgum sviðum. Hér er um að ræða þarfar skattkerfisbreytingar sem ég studdi sem hluta af breyttri efnahagsstjórn með það að markmiði að allir landsmenn njóti betra lífskjara. Breytingarnar munu hafa áhrif á vísitölu neysluverðs, bæði til hækkunar og lækkunar, en útgangspunkturinn er sá að vísitala neysluverðs lækkar um allt að 0,4%, að því gefnu að breytingarnar skili sér að fullu. Því er gríðarlega mikilvægt að neytendur fylgist vel með áætluðum áhrifum breytinganna og hvernig þær skila sér út í verðlag. Ég skora á neytendasamtök, ASÍ og síðast en ekki síst hinn almenna neytanda fylgjast vel með og láta í sér heyra ef ekki er staðið rétt að málum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur