Fimmtudagur 04.06.2015 - 19:55 - FB ummæli ()

Hornreka flugvöllur

Málefni Reykjavíkurflugvallar standa illa þrátt fyrir að stór meirihluti þjóðarinnar vilji hafa Reykjavíkurflugvöll á sínum stað og mikilvægir þjóðarhagsmunir í húfi í tengslum við samgöngur og sjúkraflug. Flugvöllurinn er hornreka þar sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur vill hann burtu. Ekki þarf annað en að aka Hringbrautina til að sjá hvað þar stendur til.  Þungavinnuvélar eru þegar farnar að raska gríðarlega nágrenni flugvallarins. Oft er talað um að ekki megi koma illa fram við minnihlutann.  Nauðsynlegt sé að hlusta vel á önnur sjónmið og taka tillit til þeirra til að komast að sem bestri niðurstöðu og sem sátt ríkir um. En í þessu máli er verið að koma illa fram við meirihluta landsmanna að mínum dómi.
Frumvarp til laga á Alþingi um Reykjavíkurflugvöll sem nú er til umfjöllunar felur í sér skynsama leið til þess að um mikilvæga samgönguinnviðir, þ.e. millilandaflugvelli hér á landi, Reykjavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll gildi sérstakar reglur. Um Keflavíkurflugvöll gilda nú þegar slíkar sér reglur. Þetta frumvarp sækir fyrirmynd sína til Svíþjóðar en þar nær þetta fyrirkomulag ekki einungis til flugvalla heldur einnig hafna, járnbrauta og vega sem teljast þjóðfélagslega mikilvægir og um þá gild sérstök sjónarmið og sérstök lög um skipulagsvald í þjóðarþágu.  

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur