Laugardagur 29.08.2015 - 11:16 - FB ummæli ()

Rýrt framlag Íslands

Þær ógnvænlegu fréttir hafa borist að um 70 flóttamenn þar af nokkur börn hafi fundist látin flutningabíl í Austurríki. Á sama tíma birtast myndir á netinu daglega af líkum barna sem drukkna hafa í Miðjarðarhafinu á flótta undan ógnarástandinu sem ríkir í Norður-Afríku. Stjórnvöld í Evrópu leita nú allra leiða til takast á við hinn gríðarlega flóttamannastraum, þann mesta fra síðari heimstyrjöld, þar sem fólk leggur sig og börn sín í mikla lífshættu til að freista þess að komast til betra lífs. Hundruð ef ekki þúsundir láta lífið- börn drukkna daglega eða kafna aftan í lotlausum vöruflutingabíl á hraðbraut í Austurríki. Mér finnst framlag íslenskra stjórnvalda sem hafa tilkynnt að við munum taka við 50 flóttamönnum alltof rýrt og eiginlega til skammar fyrir okkur sem þjóð.  Kannki væri tíföld sú tala nær lagi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur