Miðvikudagur 19.08.2015 - 19:04 - FB ummæli ()

Sýnum ábyrgð

Það söfnuðust 4 tonn af rusli á 3000 metra strandlengju á Íslandi á tæpri viku og ofbauð þeim sem sáu magnið.

Um er að ræða sameiginlegt hreinsunarverkefni á vegum Bandaríska sendiráðsins, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Bláa hersins sem hófst að morgni 13. ágúst. Frábært starf og með ólíkindum hvað mikið af rusli má finna við strandlengju landsins. Þetta eru samkvæmt frétt Stöðvar 2 mest netaleifar, olíubrúsar, baujur og fleira tengt sjávarútvegi.

Bið menn sem stunda útgerð hér við land að gera eitthvað í málinu, sem og aðra sem eiga þetta rusl og bera að sjálfsögðu ábyrgð á að farga því á réttan hátt!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur