Sunnudagur 21.02.2016 - 21:02 - FB ummæli ()

Þöggunar- og kunningjasamfélag

Það sem íslenskt stjórnsýsla og stjórnmál þurfa mest á að halda um þessar mundir er meiri opnun og gegnsæi.

Hér á landi er því miður mikil tilhneiging til þöggunar, menn þora ekki að segja meiningu sína af ótta við að verða refsað, þ.e. fái ekki þann framgang sem þeir eiga skilið og hreinskilni verði jafnvel látin bitna á afkomendum og vinum í þeirra störfum. Hér á landi ræður einnig ríkjum svokallað kunningjasamfélag þar sem sú tilhneigin er mjög rík að kunningjar standa saman hvað sem tautar og raular sem auðvitað þýðir hættu á því að mál sem ekki eru í lagi í stjórnsýslunni komist aldrei upp á yfirborðið.

Við Íslendingar verður að ráðast gegn þessu meini.  Nýjasta dæmið sem kemur upp í hugann er barkaígræðslan þar sem sjúklingur frá LSH var sendur í tímamótaaðgerð til Svíþjóðar þar sem græddur var í hann plastbarki og í ljós hefur komið að um var að ræða eitthvert mesta læknahneyksli síðari tíma, eins og heyra má í nýjum útvarpsþætti frá BBC.

http://www.bbc.co.uk/programmes/p03jdr3y.

Ég skora á yfirvöld heilbrigðismála hér á landi að koma hreint til dyranna í þessu máli.  Það þýðir ekkert fyrir okkur að segja að þetta sé ekki okkar mál, því það er það svo sannarlega.  Leiða þarf fram í dagsljósið hver var þáttur íslensku læknanna í þessu mál og hvort þar var einhver pottur brotinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur