Þriðjudagur 08.03.2016 - 14:36 - FB ummæli ()

Mogginn stendur sig

Morgunblaðið er að gera góða hluti í fréttamennsku af óeðlilegum hlutum sem eru að færast aftur í vöxt í íslensku viðskiptalífi. Blaðið fjallaði einnig um Borgunarmálið svokallaða af sama krafti.

Í dag segir blaðið frá því á forsíðu að til­laga stjórn­ar VÍS um 5 millj­arða arðgreiðslu út úr fé­lag­inu njóti ekki ekki stuðnings nokk­urra af stærstu hlut­höf­um fé­lags­ins.  Þrýstingur sé á stjórnina um að draga tillöguna til baka.  Auðvitað er það út í hött að greiða sér út arð sem eru hærri en hagnaður síðasta árs. Og á meðan hækka iðgjöldin til neytenda.

Þrjú tryggingafélög í Kauphöll Íslands; Sjóvá, Vís og Tryggingamiðstöðin, hyggjast greiða hluthöfum sínum 9,6 milljarða króna í arð. Samanlagður hagnaður þeirra var 5,6 milljarðar á síðasta ári. Á ruv.is segir Teitur Atlason, varaformaður Neytendasamtakanna, segir þetta geta endað með hvelli. „Þetta eru ekkert venjulegar arðgreiðslur, þær eru hærri en hagnaður síðasta árs. Hvað segir það þér. Þeir eru að fara að seilast í bótasjóðina. Manstu hvernig það fór síðast þegar eigendur tryggingafélaganna voru að mixa í bótasjóðunum. Það endaði með hvelli. Ef við stígum ekki á bremsurnar, almenningur í landinu, þá mun þetta bara endurtaka sig.“

Mæltu manna heilastur!

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur