Miðvikudagur 09.03.2016 - 18:07 - FB ummæli ()

Bjarni ómyrkur í máli

Það er ánægjulegt að fylgjast með því þegar forystufólk í samfélaginu stendur sig vel.  Einnig á þetta um fjölmiðla og sá ég ástæðu til að hrósa Morgunblaðinu í pistli hér á Eyjunni í gær fyrir öfluga blaðamennsku í tengslum við arðgreiðslur tryggingafélaganna og umfjöllun um Borgunarmálið.  Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók hressilega af skarið á Alþingi í dag vegna fyrirhugaðra aðgreiðslna, sem misbjóða fólki.   Slík viðbrögð auka traustið á Sjálfstæðisflokkinn og formann hans.

 

Bjarni sagði að ákvörðun tryggingafélaganna VÍS, Sjóvá og TM um að greiða sér út 9,6 milljarða samanlagt óskiljanlegar. Tryggingafélögin í raun sitja uppi með skömmina, en ríkið hafi ekki lagaheimildir til þess að grípa inn í tillöguna

„Þetta er fyrir mig eiginlega óskiljanlegt. En menn sitja þá bara uppi með skömmina af því,“ sagði Bjarni á Alþingi í dag þegar hann svaraði fyrirspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar um arðgreiðslur tryggingafélaganna.

„Mér finnst samt mikilvægt að segja fyrst þetta,“ sagði Bjarni og hélt áfram:

Tryggingafélögin eru undir sömu sök seld eins og önnur atvinnustarfsemi á landinu þegar kemur að því að taka þátt í því með okkur, þinginu, vinnumarkaðnum í heild sinni, sveitarfélögunum, ríkisvaldinu, að endurheimta traust sem rofnaði hér á árunum 2008 og 2009 vegna hruns á fjármálamarkaði. Maður kallar einfaldlega eftir því að tillögur sem þaðan berast um rekstraráform, um það hvernig ráðstöfun hagnaðar eða eigna fer fram, séu í eðlilegum takti við það ákall sem við vitum að er enn í samfélaginu eftir þá atburði sem eru nýskeðir.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur