Föstudagur 13.05.2016 - 22:41 - FB ummæli ()

Kúluskítur, já takk

Við viljum kúluskítinn til baka í Mývatni. Japanir hafa náð því. Við getum það líka.

 

Kúluskítur er heiti kúlulaga vaxtarforms grænþörungsins Aegagropila linnaei (fræðiheiti), en hann getur einnig tekið á sig önnur form. Kúluskíturinn leikur þýðingarmikið hlutverk í lífríki þeirra stöðuvatna sem hann finnst í, meðal annars sem skjól lítilla dýrategunda ogkísilþörunga. Kúluskíturinn er alfriðaður.

Kúluskítur er grænleitur, loðinn og getur orðið allt að 15 cm í þvermál. Hann er í raun vefur hárfínna þráða sem vaxa út frá miðju og mynda þannig kúlaga flóka. Hver kúla er sjálfstæð planta sem liggur laus frá botni vatnsins. Talið er að hann lifi einungis á örfáum stöðum í heiminum, og aðallega í Akanvatni í Japan en einnig hefur hann fundist í Mývatni. Í Japan er honum haldinn sérstök hátíð í október með skrúðgöngu og dansi.

Kúluskíturinn í Mývatni fannst árið 1978 og voru þá tugir miljóna af honum. Árið 2012 hafði honum fækkað verulega og talið þá að einungis nokkur hundruð væru eftir af honum.[1] Árið 2014 virðist hann algerlega vera horfin og er talið að það sé af mannavöldum.[2]

  • Heimild: https://is.wikipedia.org/wiki/K%C3%BAlusk%C3%ADtur

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur