Föstudagur 03.06.2016 - 12:10 - FB ummæli ()

Vel gert Alþingi!

Í gærkvöldi samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sem ég var fyrsti flutningsmaður að um aðgerðir/rannsóknir til að sporna við súrnun sjávar. Ég er afar ánægð með það. Því miður er kaldi sjórinn hér í Norðurhöfum að súrna hratt vegna loftslagsbreytinga með ófyrirsjánlegum afleiðingum á lífríkið og um leið mikilvægustu auðlind okkar þjóða- fiskinn í sjónum. Hér er því afar gott skref stigið til að auka rannsóknir til þess að mæta hinni alvarlegu stöðu.  Auk þess tel ég að við Íslendingar eigum í kjölfarið að leggja áherslu á sérþekkingu okkar á þessu sviði í sameiginlegu átaki þjóða heims í loftslagsmálum.

En það voru fleiri mikilvæg mál samþykkt í gærkvöld í eindreginni sátt þingheims og var gaman að upplifa það.  Þar má nefna ný útlendingalög, lög um breytta greiðsluþáttöku sjúklinga í kostnaði sem eru mikil réttabót.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur