Sunnudagur 05.06.2016 - 20:54 - FB ummæli ()

Spennandi tímar framundan

Fréttatilkynning

Seltjarnarnesi 5. júní 2016

 

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningarnar sem fram fara í haust.

Prófkjör Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi fer fram í lok ágúst eða byrjun september.

Ég var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum árið 2013 og hef setið í utanríkismálanefnd Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd, Norðurlandaráði, þar sem ég er varaformaður Íslandsdeildar og velferðarnefnd á kjörtímabilinu.

Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri til að þakka Ragnheiðir Ríkharðsdóttur þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins sem nú skipar 2. sæti listans í Suðurvesturkjördæmi fyrir heiðarleika, stefnufestu og dugnað í sínum störfum.  Hennar skarð verður vandfyllt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún hefur sem kunnugt er tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér áfram.

Virðingarfyllst,

Elín Hirst

alþingismaður

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur