Miðvikudagur 13.02.2013 - 15:18 - FB ummæli ()

Píkan hennar Steinunnar


Steinunn Gunnlaugsdóttir
er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan.

Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari umhugsun ákvað ég þó að sleppa tökunum á forræðishyggju minni og treysta lesendum með píkuóþol til þess að sleppa því bara að opna færslu með fyrirsögn sem vísar á píku.

Þessi tengill ber þig inn á klámsíðu 
svo ekki klikka á hann nema þú sért í aðstæðum sem þola djarfar myndir.

Hvað segir Klámstofa?

Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég sá myndbandið var Klámstofuhugmynd Lögmundar. Hér er ekki um klám að ræða heldur pólitíska list. Mun Klámstofa banna list af þessu tagi? Mun Klámstofa sætta sig við myndband Steinunnar ef það verður birt á sérstakri pólitískri kynlistasíðu? Verður til annarsvegar klám og hinsvegar klámlist? Mun Klámstofa sætta sig við þetta myndband ef það verður birt á sérstakri píkulistasíðu ásamt virtum píkulistaverkum?

http://www.uploadyourporn.com/play/51510

 

Hvað er manneskjan að fara?

Hin spurningin er svo auðvitað hvað manneskjan er eiginlega að fara með þessu. Sjálfsagt má skilja myndbandið á ótal vegu. Hér eru nokkrar tillögur:

  1. Hún er að benda á augljósan sannleika, að tungumálið er karllægt.
  2. Með því að láta píkuna tala kallar hún eftir því að list kvenna og kannski bara konur yfirhöfuð fái meiri athygli.
  3. Með því að birta þetta á klámsíðu bendir hún á að konur veki sjaldan athygli  nema í kynferðislegu samhengi.
  4. Hún er drulluþreytt áherslunni á kynferði listafólks og jafnar henni við klám.
  5. Með því að klámgera umræðuna um karllægni orðræðunnar bendir hún á að sú umræða sé varla brýnt jafnréttismál heldur óttalegt klám.
  6. Með því að gefa píkunni rödd bendir hún á þá valdeflingu sem viðurkenning á kynfrelsi kvenna hefur í för með sér.
  7. Hún á við að umræðan um karllægni orðræðunnar sé aðallega pólitískt runk.
  8. Með því að nota píkuna er hún að smætta listakonur niður í kynfæri sín og ráðast á hinn sérstaka reynsluheim kvenna.
  9. Með því að nota píkuna er hún að setja fram ádeilu á það viðhorf að þær konur sem berjast fyrir því að listakonur fái meira vægi séu álitnar algerar píkur.
  10. Þar sem píkan talar ekki nema henni sé handstýrt er hér um að ræða áframhaldandi hlutgervingu konunnnar/píkunnar.
  11. Með því að birta boðskapinn á klámsíðu vill hún vekja klámneytendur til meðvitundar um karllægni klámheimsins og kannski menningarinnar allrar.
  12. Með því að birta listaverk á klámsíðu bendir hún á að klám er list enda þótt mörgum þyki það vond list.
  13. Með því að birta listaverk á klámsíðu bendir hún á að það er útilokað að draga mörk milli kláms, erótíkur og pólitískrar listar.
  14. Hún er að gera grín að klámi.
  15. Hún er að gera grín að feministum.
  16. Hún er að gera grín að ófrumlegum listamönnum sem taka sig hátíðlega.
  17. Hún er að gera grín að listamönnum sem taka kynferði sitt hátíðlega.
  18. Þetta er ádeila á þá hugmynd að það sé gerlegt og/eða æskilegt að breyta viðhorfum með því að breyta málinu.
  19. Hún er að setja fram ádeilu á klámvæðingu listarinnar.
  20. Hún er að taka þátt í klámvæðingu listarinnar.
  21. Hún meinar ekkert með þessu, hún er bara svona athyglissjúk.

Hvað segja lesendur? Fleiri tillögur um túlkun? Einhver ofangreindra túlkana sem fólk er sammála eða finnst alveg út úr kortinu?

Flokkar: Allt efni · Andóf og yfirvald · Kynjapólitík · Mannréttinda- og friðarmál · Menning og listir
Efnisorð: , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics