Færslur með efnisorðið ‘Tvískinnungur’

Föstudagur 21.06 2013 - 15:19

Forsætisráðherra verndar kúgaða og þjáða

  Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt. Ég ítreka mikilvægi þess að menn búi þannig um hnútanna að fyrirkomulag […]

Laugardagur 23.03 2013 - 16:53

Litla, gráa kisa

  Ég hef haldið því fram að þótt vinstri græn hafi brugðist á mörgum sviðum hafi þau þó amk staðið sig í umhverfismálum. Ég verð víst að éta það ofan í mig. Ég hef enga reynslu af fjallaferðum og veit ekki hvort slæm umgengni ferðamanna um landið er svo stórt vandamál að réttlætanlegt sé að […]

Fimmtudagur 14.03 2013 - 15:13

Hvernig kemst ég inn í kerfið? – Gestapistill eftir Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur

_______________________________________________________________________________ Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar um Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi.   Ég hef verið að velta fyrir mér málefnum flóttamanna á Íslandi undanfarið, sérstaklega í ljósi nýjustu frétta um ungt par sem á að vísa úr landi og það í sitthvort landið. Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum […]

Sunnudagur 03.03 2013 - 11:51

Fébætur í stað fangavistar

Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn. Nató tekur að sjálfsögðu „fulla ábyrgð“ á þessum drápum og ætlar að greiða fjölskyldum barnanna bætur. Þannig tekur maður fulla ábyrð […]

Fimmtudagur 28.02 2013 - 09:44

Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV) Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna. Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja […]

Miðvikudagur 13.02 2013 - 15:18

Píkan hennar Steinunnar

Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan. Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari […]

Sunnudagur 03.02 2013 - 20:17

Að finna karlrembu sinni farveg í feminisma

Ég hef oft fundið fyrir því viðhorfi að konur séu í eðli sínu ósjálfstæðar og vanhæfar. Ég finn t.d. fyrir því þegar fólk telur víst að ég hafi áhuga á því að láta karlmann ritstýra mér. Oftast hefur þetta gerst með þeim hætti að karlar hafa óbeðnir gefið mér „góð ráð“ varðandi ritstíl og það […]

Fimmtudagur 24.01 2013 - 15:48

Þessvegna þarf kynjakvóta í „Gettu betur“

  Af hverju þarf að jafna kynjahlutföllin í spurningakeppni framhaldsskólanna? Að sögn Stefáns Pálssonar þarf kynjakvóta af því að Gettu betur er ekki nógu gott sjónvarpsefni eins og er. Af pistli hans á Knúzinu í gær má einnig ráða að hann þjáist af samviskubiti yfir því að hafa skapað strákamenningu. Eins og hann orðar það; […]

Laugardagur 15.12 2012 - 15:44

Skyggnulýsing 2

Ég taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá […]

Fimmtudagur 13.12 2012 - 18:13

Rónaþversögnin

Ég er búin að fá nokkrar rukkanir um umfjöllun um það sem stendur í leyniskjölum kynjafræðinnar við HÍ (en kynjafræði eru kynlegar skýringar nokkurra kynjadýra á stöðu kvenna í samfélaginu.)  Ég biðst afsökunar á takmarkaðri afkastagetu minni. Ég er að sjálfsögðu með skyggnulýsingar á pistlaplaninu en þar sem ég reikna með að aðeins lítill hluti […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics