Sunnudagur 03.03.2013 - 11:51 - FB ummæli ()

Fébætur í stað fangavistar

Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn.

Nató tekur að sjálfsögðu „fulla ábyrgð“ á þessum drápum og ætlar að greiða fjölskyldum barnanna bætur. Þannig tekur maður fulla ábyrð á manndrápum. Mikið hljóta nú foreldrar barnanna að gleðjast þegar þeir fá pening og allt. Hvar væri þetta fólk ef það hefði ekki Nató til að styðja sig og styrkja?

Það er mikill tvískinnungur af fólki sem refsar almennum borgurum harðlega fyrir manndráp að tilheyra samtökum sem axla slíka ábyrgð með því að reiða fram fé. Ef Íslendingar ætla að vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að bjóða þeim sem verða náunga sínum að bana að taka fulla ábyrgð á því með því að greiða fjölskyldu hins látna fébætur.

Nú eða þá segja skilið við samtök sem líta á það sem ásættanleg vinnubrögð að drepa sakleysingja og borga svo bara.

Flokkar: Allt efni · Andóf og yfirvald · Mannréttinda- og friðarmál
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics