Laugardagur 30.03.2013 - 18:01 - FB ummæli ()

Því miður, þú býrð í útlöndum svo þér kemur þetta ekki við

___________________________________________________________________________________

Mig langaði til þess að mæla með tilteknu framboði en komst þá að því að þar sem ég á lögheimili erlendis má ég ekki skrifa undir meðmælalista.

Ég þekki þess líka dæmi að fólk sem er búsett erlendis hefur mætt á kjörstað og áttað sig þá á því að það er dottið út af kjörskrá vegna þess að það hefur búið svo lengi erlendis. Nú er hægt að kæra sig inn á kjörskrá aftur svo það er í raun enginn augljós tilgangur með því að taka fólk út af kjörskrá. Þetta hefur bara meiri skriffinnsku í för með sér.

Hvaða rök eru annars fyrir því að svipta íslenska ríkisborgara borgaralegum réttindum sínum ef þeir flytja til útlanda? Ef rökin eru þau að fólk sem ekki býr á landinu eigi ekki að hafa sömu tækifæri til áhrifa, væri þá ekki eðlilegast að svipta fólk ríkisborgararétti ef það flytur?

___________________________________________________________________________________

Flokkar: Allt efni · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics