Föstudagur 21.06.2013 - 15:19 - FB ummæli ()

Forsætisráðherra verndar kúgaða og þjáða

 

Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt.

Ég ítreka mikilvægi þess að menn búi þannig um hnútanna að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslna verði ekki til þess fallið eða verði ekki nýtt til þess, að minnihlutinn í samfélaginu verði á einhvern hátt kúgaður, eða verði fyrir barðinu á þessu fyrirkomulagi.

sagði Sigmundur Davíð. Margir hafa furðað sig á þessum ummælum forsætisráðherrans og spurt hvernig það stefni hagsmunum minnihlutans í voða ef 10% atkvæðabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En það ætti svosem að vera hverjum hálfvita augljóst. Það er auðvitað hinn ofsótti minnihlutahópur LÍÚ sem helst á það á hættu að verða fyrir barðinu á því fyrirkomulagi að um 10% kjósenda geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Flokkar: Allt efni · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics