Fimmtudagur 27.06.2013 - 10:13 - FB ummæli ()

Borgaraleg óhlýðni Alþingis?

Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir  að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd.

Þessu er ekki hægt að framfylgja ef kosið er í nefndir. Samt er íslenska sendinefndin kosin.

Þjóðþingið gefur þannig skít í reglur Evrópuráðsins. Það verður ekki túlkað sem annað en yfirlýsing um að reglurnar eigi ekki rétt á sér. Kannski yfirlýsing um að kosningar séu lýðræðislegri en kynjakvótar.

Þegar almennir borgarar brjóta reglur meðvitað í pólitískum tilgangi, heitir það borgaraleg óhlýðni. Hvað heitir það þegar þjóðþing notar sömu taktík í fjölþjóðlegu samstarfi?

Flokkar: Allt efni · Andóf og yfirvald · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics