Fyrir mig er kvöldverðurinn mikilvægasta máltíð dagsins. Morgunmaturinn minn, sem er einn kaffibolli, er líka mikilvægur en ég myndi frekar sleppa honum en kvöldmatnum.
Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að morgunverðurinn sé mikilvægari en aðrar máltíðir. Það má vel vera að hann sé mikilvægastur fyrir íþróttamenn og fólk í erfiðisvinnu en margir finna ekki fyrir neinni þörf til að borða á morgnana. Og það er bara allt í lagi því það er ekkert sem bendir til þess að fólk hafi gott af því að borða ef það er ekki svangt.