Færslur með efnisorðið ‘Gervivísindi og rökleysur’

Mánudagur 13.01 2014 - 11:43

Ljósmæður komnar í feministaruglið

Skapabarmaaðgerðum fjölgaði mjög í Bretlandi á árunum 2004-2011. Árið 2011 var gerð ein slík aðgerð þar á hverjar 12500 konur á aldrinum 15-49 ára. Ef hlutfallið er svipað á Íslandi merkir það að árlega fara 6 konur í skapabarmaaðgerð á Íslandi. Nú hafa ljósmæður ítrekað mælt gegn lýtaaðgerðum á kynfærum. Það er þarft verk að […]

Mánudagur 25.11 2013 - 12:07

Hólmsteinn, lækin og feministarnir

Kæri Hannes Hólmsteinn Ég fyrirlít sumar pólitískar skoðanir þínar. Það er ekkert persónulegt. Ef ég sæi þig standa við stöðumæli og snúa vösunum út, myndi ég rétta þér tíkall. Ég fyrirlít samt brauðmolakenninguna, hugmyndina um einkavæðingu auðlinda, stóriðjustefnu og margt fleira sem öfgasinnaðir kapítalistar pilsfaldakapítalistar boða. Það er algengt að fólk yfirfæri óbeit sína á […]

Miðvikudagur 13.11 2013 - 16:28

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

Ég er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur […]

Fimmtudagur 31.10 2013 - 16:19

Bókmenntafræði, rassvísindi og trompetrannsóknir

„Ég held að sum skáld og aðrir listamenn séu bara að djóka. Framleiða eitthvert bull sem lítur út fyrir að vera merkilegt, aðallega til að hafa fræðimenn að fíflum“ sagði ég. Kennarinn hafði enga trú á því að aðrir en augljósir asnar gætu sýnt listinni hvílíkt virðingarleysi. Mér fannst það ekkert ótrúlegt. Til er fólk […]

Sunnudagur 15.09 2013 - 14:02

Maturinn kemur frá Satni

Miðvikudagur 14.08 2013 - 11:00

Mikilvægasta máltíð dagsins

Fyrir mig er kvöldverðurinn mikilvægasta máltíð dagsins. Morgunmaturinn minn, sem er einn kaffibolli, er líka mikilvægur en ég myndi frekar sleppa honum en kvöldmatnum. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að morgunverðurinn sé mikilvægari en aðrar máltíðir. Það má vel vera að hann sé mikilvægastur fyrir íþróttamenn og fólk í erfiðisvinnu en margir […]

Mánudagur 06.05 2013 - 15:05

Barnsfórnir í Úganda

_________________________________________________________________________ Þar sem fátækt, fáfræði og spilling koma saman er mannslíf lítils metið. Í Úganda eins og víðast í Afríku þykir sjálfsagt að börn vinni erfiðisvinnu og andlát eða hvarf barns er ekki litið alvarlegum augum miðað við það sem við eigum að venjast. Flestir hafa heyrt um hreyfingu Konys og félaga, LRA, og glæpi […]

Miðvikudagur 20.03 2013 - 15:43

Feministar enn í ruglinu

  Á Facebook hafa feminstar undanfarið dreift skjáskotum af leitarniðurstöðum á google.com sem þeir álíta að afhjúpi kvenhatur og sanni brýna þörf samfélagsins fyrir feminsma. Hér er eitt dæmi: Af þessu má ráða að það sé útbreitt viðhorf að konur eigi að vera undirokaðar. Önnur skjáskot sýna það sem við teljum að konur eigi að […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 21:32

Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir

Þann 30. 01.2012 birti ég pistil sem ég finn mig knúna til að endurbirta í tilefni frétta af nýjustu árás dólgafeminista á kvenfrelsi.   Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir   Enda þótt konur lifi að jafnaði lengur en karlar, lendi síður í slysum og séu líklegri til að leita aðstoðar ef þær lenda í aðstæðum sem […]

Mánudagur 17.12 2012 - 15:59

Skyggnulýsing 3a

Undanfarið hef ég skyggnst inn í kynjaveröld Háskóla Íslands þar sem kvenhyggjusöfnuður starfrækir biblíuskóla á kostnað ríkisins. Tildrög þessara skrifa er nýnemakennsla þar sem gagnrýni mín á trúarbrögðin er til umfjöllunar. Hér má sjá fyrri pistla mína þessu tengda: Skyggnulýsing 2 Skyggnulýsing 1 Fánaberar fávísinnar Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni? Ég hef […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics