Daginn fyrir menningarnótt 2005 birti ég stuttan pistil sem ég sé ekki betur en að eigi ágætlega við enn í dag:
Af hverju þarf að loka öllum helstu leiðum inn í miðborg Reykjavíkur, svo fólk geti hlaupið á miðri götu, og það á einum af þeim dögum sem mestrar umferðar er að vænta um miðbæinn?
Ég hef ekkert á móti því að fólk hreyfi á sér skankinn en af hverju getur það ekki hlaupið á öllum þessum íþróttavöllum sem skattgreiðendur hafa verið neyddir til að borga undir það? Eða í Elliðaárdalnum? Eða á fáförnum götum? Hvaða nauðsyn krefst þess að stofna til umferðaröngþveitis á Hringbraut, Sæbraut og Hverfisgötu?
Hvað ætli íþróttahreyfingin segði við því ef tölvunördasamtökin tækju sig til, einmitt á einhverjum allsherjar íþróttaálfsdegi og fylltu öll stærstu íþróttahúsin af tölvum og sjónvörpum?