Föstudagur 23.08.2013 - 11:06 - FB ummæli ()

Reykjavíkurmaraþon

Daginn fyrir menningarnótt 2005 birti ég stuttan pistil sem ég sé ekki betur en að eigi ágætlega við enn í dag:

Af hverju þarf að loka öllum helstu leiðum inn í miðborg Reykjavíkur, svo fólk geti hlaupið á miðri götu, og það á einum af þeim dögum sem mestrar umferðar er að vænta um miðbæinn?

Ég hef ekkert á móti því að fólk hreyfi á sér skankinn en af hverju getur það ekki hlaupið á öllum þessum íþróttavöllum sem skattgreiðendur hafa verið neyddir til að borga undir það? Eða í Elliðaárdalnum? Eða á fáförnum götum? Hvaða nauðsyn krefst þess að stofna til umferðaröngþveitis á Hringbraut, Sæbraut og Hverfisgötu?

Hvað ætli íþróttahreyfingin segði við því ef tölvunördasamtökin tækju sig til, einmitt á einhverjum allsherjar íþróttaálfsdegi og fylltu öll stærstu íþróttahúsin af tölvum og sjónvörpum?

Flokkar: Allt efni · Ýmislegt
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics