Föstudagur 30.08.2013 - 09:25 - FB ummæli ()

Hóra handtekin

Kynlífssala er lögleg á Íslandi. Kynlífskaup eru það ekki. Kynlífsþjónn telst þannig brotaþoli ef upp kemst. Þrælahald er heldur ekki löglegt. Manneskja í kynlífsánauð telst samkvæmt því fórnarlamb glæps, reyndar bæði fórnarlamb viðskiptavinar síns og fórnarlamb þess sem heldur henni ánauðugri. Engu að síður eru meintar hórur handteknar eins og ótíndir glæpamenn. Og ekki bara meintar hórur heldur líka meintir kynlífsþrælar.

Ég minnist þess ekki að hafa séð frétt um að brotaþolar líkamsárása, rána eða annarra glæpa hafi verið handteknir. Fréttir af handteknum kynlífsþjónum og/eða kynlífsþrælum afhjúpa því þá afstöðu lögreglunnar að kynlífssala sé glæpur. Handtakan er  væntanlega ólögleg en ólíklegt að konan muni sækja sinn rétt gagnvart yfirvaldinu.

Allar líkur eru á að konan hafi verið handtekin undir því yfirskyni að það sé henni fyrir bestu. Ef til vill er hún alls ekki fórnarlamb mansals og þá er handataka hentugur liður í því að brjóta hana niður og þvinga hana til að vitna gegn samstarfsfólki sínu. Kannski þarf líka að manna laust pláss í Kristínarhúsi svo starfmenn þess geti sannfært yfirvaldið um að þær séu ómissandi og fái tækifæri til að heilaþvo eina konuna enn. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem kynlífsþjónar sæta þeirri meðferð.

 

Flokkar: Allt efni · Fjölmiðlar
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics