Sunnudagur 08.09.2013 - 12:59 - FB ummæli ()

Skjóða, poki, dós

Í íslensku eru til nokkur orð þar sem fólki sem sýnir neikvæða hegðun er líkt við einhverskonar poka eða ílát.

Væluskjóða, grenjuskjóða, klöguskjóða,
fýlupoki,
frekjudós, frekjudolla, frekjutuðra,
sorabelgur (einnig nautnabelgur en það er nú kannski ekki beinlínis neikvætt)

Kannski er tengt þessu orðatiltækið að fá á baukinn? Baukur er þá kjaftur og hugmyndin líklega sú að hann sé fullur af óæskilegum orðum.

Og er það tilviljun að til eru þetta mörg orð sem fela í sér þá hugmynd að neikvæð hegðun sé ekki karakter heldur kannski frekar eins og manneskjan sé hýsill fyrir frekju, fýlu og grenjur? (eða bara eina grenj.)

Eru til fleiri orð af þessu tagi?

——

Uppfært:

Mér var bent á að baukurinn væri sennilega tengdur „beak“ í ensku, þ.e. fuglsgoggur.  Annar lesandi benti á að þar fyrir gæti vel verið að hugmyndin um kjaft sem ílát stæðist.

Fleiri orð af þessu tagi sem lesendur hafa bent á:

Kjaftaskur, frekjudallur,  bullustampur, drullusokkur, ólátabelgur, kjánabelgur, vindbelgur.

 

Flokkar: Allt efni · Menning og listir
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics