Laugardagur 07.09.2013 - 10:09 - FB ummæli ()

Einhliða umfjöllun?

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Svo gekk aftur fram af mér þegar ég sá Knúsgrein þar sem látið var að því liggja að gagnrýni á vinnubrögð Háskólans í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar væri þáttur í þöggun um kynferðisbrot. Sannleikurinn er sá að það ríkir engin þöggun um kynferðisbrot á Íslandi í dag, þvert á móti er samfélagið með nauðganir á heilanum og fjölmiðlar bregðast svo sannarlega við. Ef engar ferskar nauðganir eru í boði þá eru bara dregin upp eldgömul mál eða fluttar fréttir af nauðgunum í fjarlægum heimshlutum sem fjölmiðlar sýna annars engan áhuga.

Þöggunartaktík feminista

Eitt af því sem gerir umræðuna um kynferðisbrot erfiða er sú strategía feminista að ásaka þá sem andmæla þeim um kvenhatur, stuðning við nauðgara og það að taka kynferðisofbeldi ekki alvarlega. Mörgum finnst mjög óþægilegt að sitja undir slíku og hætta sér því ekki í umræðuna. Í gær svaraði ég  háðspistli Knússins um meinta þöggun kynferðisofbeldis með háði og benti þar með á að þessi þöggunarkenning stenst ekki skoðun. Að sjálfsögðu var ég í kjölfarið sökuð um árásir á brotaþola kynferðisofbeldis. Þetta er auðvitað ekkert annað en þöggunartaktík, svo írónískt sem það nú er. Ég hef aldrei sagt eða gefið til kynna að ekki eigi að fjalla um kynferðisbrot. Ég hef hinsvegar bent á að þögnin um þau hefur ekki bara verið rofin heldur er samfélagið nánast heltekið af áhuga á kynferðisofbeldi og stundum virðist umfjöllunin þjóna pólitíkskum tilgangi fremur en að vera upplýsandi.  Hvaða tilgangi ætli það eigi að þjóna að halda á lofti þeirri hugmynd að mikil þöggun ríki um þennan málaflokk?

Umfjöllun um mál Egils Einarssonar hefur ekki verið einhliða

Sú hugmynd að umfjöllunin um  mál Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur gegn Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur hafi hingað til verið einhliða, þeim í hag, stenst heldur ekki skoðun. Ég reikna fastlega með því að verða ásökuð um árásir á Guðnýju Rós með því að tala um það. Bí mæ gjest, þöggunartaktík af því tagi bítur ekki á mig.

Ég tók saman nokkra tengla á fréttir og pistlaskrif um þetta mál. Ég fann vissulega varnarræður Egils, undarlegar hugmyndir Sveins Andra um feminiskt samsæri, ósmekklega bloggfærslu Guðbergs Bergssonar og fleiri umfjallanir þar sem tekin er skýr afstaða með Agli. Tenglarnir  hér fyrir neðan vísa þó á fréttir og pistla sem fáir myndu telja Agli hagstæða og meðal þeirra lentu margir í efsta sæti yfir vinsælustu fréttirnar á netmiðlunum.

Þetta er langt frá því að vera tæmandi listi yfir umfjöllun þar sem samúðin er öll með stúlkunni en ég læt þetta nægja í bili. Hvað þarf eiginlega margar fréttir og greinar þar sem maður sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot (en ekki sakfelldur) er fordæmdur, og/eða gengið út frá sekt hans, til þess að umfjöllunin teljist ekki einhliða og meiðandi fyrir kærandann?

————-

Nokkrir tenglar á fjölmiðlaumfjöllun sem seint getur talist Agli Einarssyni í hag

http://www.visir.is/par-kaert-fyrir-naudgun—segir-kaerustuna-hafa-horft-upp-a-ofbeldid/article/2011111209735
http://www.dv.is/frettir/2011/12/2/ung-kona-kaerir-par-fyrir-naudgun/
http://www.dv.is/frettir/2011/11/30/meint-naudgun-eftir-gledskap-hja-fm957/
http://www.dv.is/frettir/2011/12/2/kaerir-gillz-fyrir-naudgun-var-i-einkathjalfun-hja-honum/
http://www.dv.is/frettir/2011/12/3/vinkona-fylgdi-stulkunni-neydarmottoku-hun-var-i-algjoru-rusli-titradi-og-skalf/
http://www.dv.is/frettir/2011/12/5/vid-gretum-med-henni/
http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/12/05/vinkonur-fylgdu-stulkunni-a-neydarmottoku-hun-sagdist-hafa-sagt-nei-thad-a-lika-ad-vera-nog/
http://blogg.smugan.is/drifa/2011/12/02/eg-heimta-opinbera-kaeru/
http://www.visir.is/drifa-snaedal–hrosar-stulkunni-sem-kaerdi-gillz-fyrir-hugrekki/article/2011111209713
http://www.dv.is/frettir/2011/12/2/varla-haegt-ad-finna-meira-valdamisraemi/
http://eldlinan.blog.is/blog/eldlinan/entry/1209724/
http://smugan.is/2011/12/eru-thetta-mannasidir-gillz/
http://www.dv.is/frettir/2011/12/4/nu-fylkja-lidi-fylgdarmenn-gillz-naudgunarbrandarakarls-lidi/
http://smugan.is/2011/12/baneitrad-ped/
http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/12/04/feministar-saklaus-uns-sekt-er-sonnud-er-ofnotad-slagord-peningar-og-vold-karla-rada-enn-for/
http://www.dv.is/blogg/iris-erlingsdottir/2011/12/7/vond-vid-gillz/
http://www.dv.is/blogg/svarthofdi/2011/12/13/heykvislarnar-kljufa-loftid/
http://www.dv.is/frettir/2012/1/29/egill-velur-ad-leika-fornarlamb/
http://www.visir.is/borgarfulltrui-vill-ad-rikissaksoknari-gefi-ut-akaeru-i-gillz-malinu/article/2012120118950
http://www.dv.is/blogg/ding/2012/12/2/thetta-med-gillzenegger/
http://www.eyjafrettir.is/frettir/2013/07/16/vilja_ekki_gilz_a_hukkaraball/
http://www.dv.is/frettir/2013/7/15/motmaela-thvi-ad-egill-styri-hukkaraballinu/
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/thetta-er-fokking-strid—gillz-thu-verdur-drepinn—nafnlausir-rottaeklingar-senda-gillz-toninn

Flokkar: Allt efni · Fjölmiðlar · Kynjapólitík
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics