Færslur með efnisorðið ‘Ofbeldi’

Fimmtudagur 08.05 2014 - 14:36

Hvert ætlar þú að hringja ef einhver ógnar þér?

Það stendur ekki á lögreglunni að handtaka fólk og yfirheyra þegar glæponarnir þvælast fyrir verktökum í Gálgahrauni eða fara í taugarnar á starfsmönnum Bandaríska sendiráðsins. Það stendur ekki á þeim þegar fréttist af hálfu grammi af hassi einhversstaðar, þá er rokið til -sérsveitin send á staðinn og húsleit gerð og ekki endilega beðið dómsúrskurðar. En […]

Föstudagur 22.11 2013 - 18:01

Andfélagslegt yfirvald

Svona á að gera þetta! Ekkert að vera að eyða tímanum í að ræða við dauðadrukkið fólk heldur hóta því strax frelsissviptingu og ofbeldi. Já og þegar hálfrænulaus manneskja gónir í forundran á lögguna, skal umsvifalaust túlka gónið sem „ögrandi augnaráð“ og hefja forvirkar refsiaðgerðir hið snarasta. Það ku aukinheldur virka einkar vel á almenna […]

Miðvikudagur 02.10 2013 - 14:54

Nauðgunarlyf – þjóðsaga eða staðreynd?

Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Hér er samantekt […]

Laugardagur 07.09 2013 - 10:09

Einhliða umfjöllun?

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Svo gekk aftur fram af mér þegar ég sá Knúsgrein þar sem látið […]

Þriðjudagur 12.02 2013 - 14:55

Eigi skal efast

Viðbrögðin við hæstaréttardómnum í vítisenglamálinu, sem engir vítisenglar voru viðriðnir, afhjúpar þá útbreiddu skoðun að kynferðisbrot séu annars eðlis og miklu alvarlegri en annað ofbeldi. Síðustu daga hef ég nefnt ýmis dæmi um ofbeldi sem ekki telst kynferðisbrot en felur engu að síður í sér niðurlægingu og brot gegn sjálfsákvörðunarrétti fórnarlambsins.  Ég hef spurt hversvegna […]

Mánudagur 11.02 2013 - 12:17

Rakstur

Mörgum árum áður en komst í tísku að fjarlægja kynhár, vaknaði ungur piltur á sófanum hjá félaga sínum eftir þokkalega skrautlegt djamm. Hann brölti fram úr til að pissa og sá sér til furðu að hann leit út eins og englabarn að neðanverðu. Vinir hans höfðu dregið niður um hann buxurnar og rakað á honum […]

Sunnudagur 10.02 2013 - 14:24

Hefndin

Fyrir mörgum árum heyrði ég sögu sem mér finnst líklegast að sé flökkusaga. Stúlka varð brjálæðislega ástfangin af tilfinningalegum fávita. Hann kom illa fram við hana á milljón mismunandi vegu. Vanrækti hana, laug að henni, sveik loforð, brást henni þegar hún þarfnaðist hans, hélt fram hjá henni, gagnrýndi hana harkalega, gerði ósanngjarnar kröfur til hennar, […]

Fimmtudagur 07.02 2013 - 21:56

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr […]

Mánudagur 14.01 2013 - 03:10

Andfeminismi og nafnbirtingar

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um réttmæti þess að fjölmiðlar birti nöfn grunaðra glæpamanna og myndir af þeim. Eins eru skiptar skoðanir um það hvort beri að nota orðalagið „meint kynferðisbrot“ frekar en að slá því föstu að brot hafi verið framið. Mál Karls Vignis Fyrir liggur að barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson hefur, auk […]

Föstudagur 11.01 2013 - 20:17

Guðrún hjá Stígamótum og mannréttindin

Í umræðunni um mál Karls Vignis Þorsteinssonar hefur Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum viðhaft ummæli sem vert er að staldra við. Þau eru þess efnis að mannréttindi þeirra barna sem eru í hættu hljóti að vega þyngra en mannréttindi barnaníðinga. Þetta er undarleg útlegging á mannréttindahugtakinu. Mannréttindi eru réttindi sem fjöldi þjóða hefur bundist samkomulagi um […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics