Ætli það tíðkist nokkursstaðar í hinum vestræna heimi að þegar lögreglan skýtur mann til bana fái hún sjálf að hreinsa vettvang áður en rannsókn hefst? Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Hvernig er þetta gert í öðrum löndum? Og hversvegna eru engir fjölmiðlar að leita svara við því?
Hér eru smá upplýsingar um það hvernig Norðmenn standa að rannsókn á málum þar sem borgarar falla fyrir lögreglu. Gegnsæi er lykilorð þar og eins hefur mannréttindadómstóll Evrópu lagt mikla áherslu á gegnsæi í slíkum málum. Miðað við það ógrynni frétta sem skrifaðar hafa verið um þetta mál er þó með ólíkindum hversu litlar upplýsingar fást um atburðinn sjálfan og það hvernig staðið verður að rannsókn. Stór hluti fréttanna snýst um það hvað löggan hafi staðið sig vel og annar stór um það hvað maðurinn hafi verið hættulegur, geðveikur og sekur um marga glæpi.
Ég skrifaði ríkissaksóknara eftirfarandi bréf í gærkvöld:
Til embættis ríkissaksóknara
As part of this obligation, the State is required to ensure an impartial, effective and timely investigation where State agents have been directly involved in a death.1 International law and jurisprudence requires that the investigation:• be hierarchically, institutionally and practically independent;
• be adequate and effective; • be open to public scrutiny;
• be prompt and carried out with reasonable expedition; and
• involve the next-of-kin.
Samkvæmt fréttum fær lögreglan nú heila viku til þess að hreinsa íbúðina. Ég spyr því:
- Hvernig ætlar ríkissaksóknari að tryggja að gögnum verði ekki spillt í þessu hreinsunarstarfi?
- Hvernig verður tryggt að engir hagsmunaaðilar komi að rannsókninni?
Virðingarfyllst
Eva Hauksdóttir