Mánudagur 23.12.2013 - 12:29 - FB ummæli ()

Blaðamannaverðlaunin afhent

 
Blaðamannaverðlaun Evu Hauksdóttur voru afhent í fyrsta sinn sunnudagskvöldið 22. desember.  Þrír blaðamenn hlutu viðurkenningar að þessu sinni.
 

Jóhann Páll Jóhannsson hlaut titilinn Efnilegasti blaðamaðurinn, 2013

Jóhann Páll hefur á árinu sýnt einlægan áhuga á því að fylgja fréttum eftir af einurð þrátt fyrir svartregðu ráðamanna og opinberra stofnana, einkum með fréttaflutningi sínum af leka innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum.

 

Jón Bjarki Magnússon hlaut titilinn Blaðamaður íslands, 2013

Jón Bjarki hefur lagt áherslu á ítarlegan fréttaflutning og vandaðar fréttaskýringar. Hann hefur öðrum blaðamönnum fremur krafið yfirvöld skýringa á málum sem ráðamenn og opinberar stofnanir hafa skotið sér undan að ræða og svarað þöggunartilburðum með því að leita svara annars staðar. Sem dæmi um framúrskarandi blaðamennsku má nefna umfjöllun hans um stuðning Íslands við þjálfun pyntingasveita á vegum Nató, tengsl greiningardeildar ríkislögreglustjóra við erlendar njósnastofnanir og leka innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum.

 

Lára Hanna Einarsdóttir hlaut titilinn Besti bloggari Íslands

Lára Hanna Einarsdóttir hefur um árabil verið einn áhrifamesti bloggari landsins.  Pistlar hennar eru byggðir á rannsóknarvinnu, þeir eru upplýsandi, vel skrifaðir og mikilvægt innlegg í samfélagsumræðuna. Auk þess að skrifa hefur Lára Hanna klippt saman afhjúpandi myndbönd sem hafa notið mikilla vinsælda. Ennfremur hefur hún tekið að sér ólaunaða þjónustu við
almenning með því að setja á netið myndskeið úr fréttum Ríkisútvarpsins, sem oft kemur sér vel þar sem ekki er hægt að treysta því að efnið sé aðgengilegt á vef RÚV.

Flokkar: Allt efni · Fjölmiðlar
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics