Mánudagur 27.01.2014 - 10:34 - FB ummæli ()

Tek undir tillögur forsætisráðherra

Ég er sjaldan sammála forsætisráðherra en nú ber svo við að ég get tekið heilshugar undir tvennt sem hann hefur látið hafa eftir sér á örfáum dögum.

Í fyrsta lagi finnst mér ágætt að ráðamenn hugsi upphátt. Það er auðveldara að sjá í gegnum þá þegar þeir gera það. Þetta sést glögglega af dæmi Vigdísar Hauksdóttur sem hefur hugsað upphátt alveg frá því að hún varð áberandi á sviði stjórnmála, en hún blekkir fáa, ef nokkurn.

Hinsvegar er ég því sammála að setja mætti lög gegn lobbýisma. Ég tek undir það og bæti lýðskrumi við. Nú vill svo til að lýðskrum er samofið öllu starfi Framsóknarflokkins. Kosningaloforð Framsóknar reynast innihaldslítið lýðskrum. Framsóknarflokkurinn er mesti lobbýistaflokkur landsins, hann heldur verndarhendi yfir hagsmunasamtökum á borð við Bændasamtökin og situr leynifundi með LÍÚ, voldugustu hagsmunaklíku landsins.

Ef lobbýismi og lýðskrum yrði bannað yrði starf Framsóknarflokksins, í þeirri mynd sem við þekkjum það, þar með ólöglegt.

Segið svo að það komi ekki góðar tillögur frá forsætisráðherra þegar hann loksins fer að hugsa upphátt.

Flokkar: Allt efni · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics