Þriðjudagur 01.04.2014 - 10:30 - FB ummæli ()

Nokkur trix sem asnar beita í umræðum

Internetið hefur þann kost að allir geta tjáð sig. En því fylgir sá ókostur að asnar eiga auðvelt með að halda uppi vondri umræðu og eyðileggja góða umræðu. Ef þú ert asni og vilt líta vel út á netinu í augum annarra asna, þá skaltu nota eftirfarandi trix.
  1. Beittu ritskoðun. Ekki með því að sía burt bull og persónuárásir heldur líka gild rök. Samþykku aðeins þau komment á bloggið þitt sem eru þér að skapi. Eyddu ummælum sem þú getur ekki svarað á FB veggnum þínum. Þá lítur veggurinn út eins og enginn geti svarað þér og heimskingjar munu trúa því.
  2. Kallaðu alla sem eru þér ósammála „tröll“ og notaðu frasann „ekki fóðra tröllin“ til þess að skjóta þér undan svörum.
  3. Beittu rökvillum og þegar þér er bent á rökvilluna segðu þá „ekki fóðra tröllin.“
  4. Kallaðu góð og gild rök strámann eða útúrsnúning. Það hljómar eins og þú vitir hvað rökvilla er og ef þú ert beðinn að útskýra í hverju strámaðurinn eða útúrsnúningurinn er fólginn, neitaðu þá að fóðra tröllin.
  5. Ásakaðu þá sem gagnrýna málflutning þinn um persónuárásir. Ef þú ert beðinn um að benda á það í hverju nákvæmlega persónuárásin felst, neitaðu þá að fóðra tröllin.
  6. Ef þú ert feministi nægir að kalla allt sem þú ert ósammála hrútskýringar. Fáir munu nenna standa í því að reyna að rökræða við þig svo þú getur lokað allri umræðu með þessum snilldartrixum.
  7. Ef þú lendir í þeirri aðstöðu að neyðast til að svara fyrir bullið í þér, ekki þá viðurkenna að þú hafir gert mistök. Segðu frekar að þeir sem gagnrýna þig hafi misskilið þig.

Flokkar: Allt efni · Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics