Föstudagur 23.05.2014 - 16:03 - FB ummæli ()

Viðeigandi refsing fyrir öryrkja

Áður birt á Kvennablaðinu

Ég vissi ekki fyrr en las þessa frétt að þeir sem ríkisvaldið hefur svipt sjálfræði væru látnir bera kostnaðinn af því sjálfir. Þannig þarf sjálfræðissvipt manneskja á örorkubótum, sem með öllum uppbótum verður hæst 218.515 kr á mánuði (fyrir skatt), að greiða lögráðamanni sínum 12.000 kr á tímann fyrir að taka ákvarðanir varðandi fjármál, búsetu og aðra persónulega hagi.

Líklega er hugsunin sú að samfélagið eigi ekki að þurfa að líða fyrir það að fólk kunni ekki að hegða sér. Sú hugmynd er djúprætt, það hefur til dæmis löngum þótt sjálfsagt að láta fanga leggja eitthvað af mörkum til eigin refsingar. Jesús var látinn draga krossinn upp á hæðina. Þeir sem brenndir voru fyrir galdur á 15.-17. öld þurftu sjálfir, með aðstoð fjölskyldu sinnar, að útvega eldivið í bálköstinn. Fangarnir voru sjálfir þvingaðir til að reisa girðinguna í kringum fangabúðirnar í Auscwhitz.

Á sama hátt þykir það viðeigandi á Íslandi, árið 2014, að fólk sem ekki er fært um að bera ábyrgð á sjálfu sér, axli ábyrgðina á því sjálft.

Finnst ykkur þetta í lagi?

Flokkar: Allt efni · Heilbrigðis- neytenda og velferðarmál
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics