Þriðjudagur 19.09.2017 - 11:45 - FB ummæli ()

Löngu flutt og blogga nú á norn.is

Ég hef ekki uppfært bloggsvæðið mitt á Eyjunni frá því í desember 2014 enda er ég löngu flutt.

Síðustu árin hef aðallega birt skrif mín á Kvennablaðinu (ekki af því að ég hafi farið í neina fýlu út í Eyjuna heldur af því að mér þykir vænna um Kvennablaðið) en notað lénið mitt norn.is sem gagnasafn, vistað þar pistla sem þegar hafa verið birtir, (oft löngu eftir að þeir birtust á Kvennablaðinu) bara til að geta gengið að þeim á vísum stað. Ég hef sjaldan póstað þaðan efni og ekki verið með vefinn í vöktun hjá Blogggáttinni síðustu árin. Lénið sem ég notaði fyrir pistlaskrif, áður en og á meðan ég var virk á Eyjunni, Pistillinn er reyndar lifandi, en sá frábæri samfélagsrýnir Benjamin Julian ættleiddi það árið 2015.

 

Mér þykir vænt um lénið mitt. Mér finnst skemmtilegt að geta ráðið útlitinu á vefnum algerlega sjálf og hef varið töluverðri vinnu í að skipta efninu niður á þemasíður og lagfæra hnökra. Ég hef póstað nokkrum færslum þaðan á Facebook síðustu vikurnar og hef hug á að nota vefinn sem meira en geymslu fyrir gömul skrif.

Það kom mér nokkuð á óvart þegar ég fór að tékka á umferðinni á vefnum að Eyjubloggið virðist ennþá fá heimsóknir þótt sé hátt á þriðja ár síðan það hefur verið uppfært. Ég áttaði mig svo á því að hef ekkert hirt um að láta lesendur vita af því ég væri farin að birta pistla annarsstaðar. Kannski eru Eyjan og Kvennablaðið með ólíka lesendahópa og hugsanlega eru þeir sem kíkja á Eyjubloggið mitt að leita að einhverju gömlu sem hefur aldrei birst á Kvennablaðinu. Það er út af fyrir sig skemmtilegt að fá heimsóknir á Eyjuna en mig langar til þess að þetta fólk sem kíkir á Eyjubloggið sjái líka nýtt efni frá mér og það er ekki hér.

Á mínu eigin léni norn.is er hinsvegar vistað allt sem ég hef birt, bæði nýtt og gamalt, pistlar sem og skáldskapur og það er auðvelt að leita að efni þar.  Hulla, sem er nýlega tekin upp á því að skrifa vefbók á einnig svæði hjá norninni og í gær opnaði ég vef fyrir Einar Steingrímsson. Allir Eyjupistlarnir hans eru vistaðir og birtir þar en þeir sem vilja skoða umræður við þá verða að skoða þær á Eyjunni áfram.

Flokkar: Allt efni · Ýmislegt
Efnisorð: , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics