Fjöltengið Jón Hákon Magnússon tjáði sig um mál Edwards Snowden á Bylgjunni í gærmorgun (viðtalið byrjar á 5. mínútu.) Ekki finnst Jóni Hákoni ástæða til þess að Íslendingar skipti sér af mannréttindum manns sem afhjúpaði stórfelldar persónunjósnir. Allt snýst þetta auðvitað um okkar viðskiptahagsmuni. Ekkert er minnst á þá hagsmuni okkar og annarra jarðarbúa að […]
[fb_video id=“10200167735496150″ height=“336″ width=“600″ ] Fyrstu viðbrögð lögreglunnar við þessu umtalaða myndbandi voru ummæli á ímyndarrunkssíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er bent á að fólki sé frjálst að leita réttar síns og staðfest að ríkissaksóknaraembættið muni skoða málið. Einnig segir: Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað […]
Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að […]
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni. Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á […]
Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd. Þessu er ekki hægt að framfylgja ef kosið er í nefndir. Samt er íslenska sendinefndin kosin. Þjóðþingið gefur þannig skít í […]
Almennur borgari stendur fyrir undirskriftasöfnun sem stjórnvöldum líkar stórilla. Hann er boðaður á fund ráðherra en fundarboðið einnig sent á yfirmann hans. Þetta þykir að vonum undarlegt uppátæki og menn velta fyrir sér tilgangnum. Aðstoðarmaður ráðherra sendir frá sér yfirlýsingu um að bréfið hafi verið sent yfirmanninum fyrir mistök og biðst afsökunar á óvönduðum vinnubrögðum. […]
Eitt af fyrstu afrekum Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra var að láta frá sér ummæli á þá leið að þegar hundruð manns sendu inn samskonar athugasemdir vegna aðgerða sem hafa umhverfisáhrif þá væri eðlilegt að skoða það sem eina athugasemd. Þetta verður að teljast frekar anarkískur skilningur á lýðræðinu; það er ekki fjöldinn sem hefur […]
____________________________________________________________________________________ Eitt af því sem við skoðuðum í Úganda var dýflissan þar sem Idi Amin lét þá sem hann taldi til fjandmanna sinna rotna í hel í bókstaflegri merkingu. Forsetahöllin, Mengo-höllin eins og hún er kölluð eftir hæðinni þar sem hún stendur, er frekar nútímaleg bygging. Höllin sjálf er lokuð ferðamönnum en hægt er að skoða […]
________________________________________________________________________________________ Fyrsti maí er ekki baráttudagur verkalýðsins. Frídagur kannski en ekki baráttudagur. Eins og bent hefur verið á er það ekki verkalýðurinn heldur hernaðarandstæðingar, umhverfissinnar, vinir Palestínu og feministar sem ganga 1. maí. Það er ekki hátt hlutfall verkalýðsins sjálfs sem mætir á hátíðasamkomur. Festir kjósa fremur að nota daginn til að vinna á yfirvinnukaupi […]
___________________________________________________________________________________ Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með […]