Í umræðunni um ástandið í Palestínu hefur heyrst það sjónarmið að rangt sé að tala um meðferð Ísraela á Palestínumönnum sem þjóðarmorð. Með því sé verið að gengisfella hugtakið. Við skulum skoða réttmæti þess að nota orðið þjóðarmorð, með því að bera ástandið í Palestínu saman við skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á þjóðarmorði. Í 2. grein sáttmála um […]
Ég styð tillögur um viðskiptabann gagnvart Ísrael. Ég styð allar aðgerðir gegn Ísrael sem ekki fela í sér mannréttindabrot. Íslendingar geta ekki afvopnað Ísraelsmenn en við getum gert þeim erfiðara fyrir með viðskiptabanni. Ég er sannfærð um að friður mun ekki komast á fyrir botni Miðjarðarhafs fyrr en Ísraelsríki hefur verið leyst upp og Gyðingum boðinn ríkisborgararéttur […]
Jæja Ólafur Ragnar Nú eru liðnir sjö mánuðir síðan ég heimsótti skrifstofu þína á Sóleyjargötunni, við þriðja mann, í þeim tilgangi að biðja þig að beita þér í málefnum Palestínu. Ég reiknaði að vísu með að þú hefðir þegar heyrt af hernáminu og séð dramatískar ljósmyndir af sundurtættum búkum. Ég hafði engu að síður lofað slökkviliðsstjóranum […]
Ég gerði ákveðin mistök þegar ég birti síðustu færslu. Ég hefði átt að afmá persónukenni í skjáskotinu (og er búin að því núna). Það er nefnilega alveg rétt sem Harpa Hreinsdóttir bendir á í þessari grein, aðgerðir af þessu tagi geta kynt undir persónulegum ofsóknum. Það var vitanlega ekki hugmyndin hjá mér að ofsækja þennan […]
Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er afskaplega ósátt við margt í málflutningi feminista. Þeir sömu hafa heldur ekki komist hjá því að taka eftir því að ég hef mikla andúð á öllum hugmyndum um skerðingu tjáningarfrelsis. Til þess að takast á við hugmyndir sem maður álítur […]
Allt útlit er fyrir að ný stjórnarskrá verði grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs. Með gerð þessarar tillögu var stigið mikilvægt skerf í átt til þátttökulýðræðis. Fordæmi hefur verið sett og rökrétt framhald er að almennir borgarar taki beinan þátt í því að móta lagafrumvörp um stór mál og að fleiri mál verði borin undir almenna borgara. […]