Færslur fyrir flokkinn ‘Fjölmiðlar’

Fimmtudagur 24.01 2013 - 15:48

Þessvegna þarf kynjakvóta í „Gettu betur“

  Af hverju þarf að jafna kynjahlutföllin í spurningakeppni framhaldsskólanna? Að sögn Stefáns Pálssonar þarf kynjakvóta af því að Gettu betur er ekki nógu gott sjónvarpsefni eins og er. Af pistli hans á Knúzinu í gær má einnig ráða að hann þjáist af samviskubiti yfir því að hafa skapað strákamenningu. Eins og hann orðar það; […]

Sunnudagur 20.01 2013 - 16:08

Má ekki segja sannleikann um flóttamenn?

    Orð Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um flóttatúrisma (5. mín) vöktu að vonum almenna hneykslun. Slæmt er ef fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið orð hennar úr samhengi. Kristín þyrfti að útskýra hvernig það var gert og hvað hún sagði eiginlega „í samhengi“ því hún virðist vera ein um að átta sig á því. Einhverjir telja þó […]

Mánudagur 14.01 2013 - 03:10

Andfeminismi og nafnbirtingar

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um réttmæti þess að fjölmiðlar birti nöfn grunaðra glæpamanna og myndir af þeim. Eins eru skiptar skoðanir um það hvort beri að nota orðalagið „meint kynferðisbrot“ frekar en að slá því föstu að brot hafi verið framið. Mál Karls Vignis Fyrir liggur að barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson hefur, auk […]

Mánudagur 03.12 2012 - 22:54

Harmageddon og kennivald kvenhyggjunnar

Um daginn skrifaði ég grein þar sem ég nefndi dæmi um það hvernig kennivald kvenhyggjunnar er smámsaman að yfirtaka fjölmiðla.  Ég vissi samt ekki þá hversu langt þessi þróun er komin en Harmageddonmálið varpar enn nýju ljósi á það. Fyrst féll ég fyrir Harmageddongríninu og hélt að stjórnendur þáttarins hefðu í alvöru gert svona feit […]

Föstudagur 23.11 2012 - 12:49

Stórveldið, Monitor og kennivald kvenhyggjunnar

Þessi grein tilheyrir pistlaröð um kennivald kvenhyggjunnar. Tenglar á fyrri pistla í röðinni eru í lok greinarinnar. —— Hreyfing sem stefnir að því að koma á kennivaldi, gerir sér far um að yfirtaka alla umræðu sem snertir áhugasvið hennar. Einn mikilvægasti áfanginn á þeirri vegferð er sá að yfirtaka fjölmiðlaumfjöllun og þar hafa íslenskir feministar […]

Fimmtudagur 22.11 2012 - 15:28

Til hvers þarf löggan næstum 300 skotvopn?

Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum. Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf […]

Sunnudagur 11.11 2012 - 14:19

Spurðu bara fræðingana

Það er sorglega lítið um að íslenskir blaðamenn bjóði upp á vandaðar fréttaskýringar. Oft virðist eina hlutverk þeirra vera það að halda á hljóðnemanum og láta „fræðimenn“ um að skýra mál sem þeir hafa enga sérstaka þekkingu á umfram þá sem almenningur hefur. Nú hef ég síður en svo neitt á móti því að sérfræðingar […]

Þriðjudagur 30.10 2012 - 14:30

Má karl flengja konu sína ef hún undirritar samkomulag?

Til er fólk sem setur ofbeldisskilmála inn í hjúskaparsáttmála sinn. Eða kannski er ofbeldi ekki rétta orðið, þar sem ekki er um ofbeldi að ræða þegar upplýst samþykki liggur fyrir. Líkamleg tyftun verður nú samt ofbeldi um leið og viðfang meiðinganna dregur samþykki sitt til baka, þannig að jú, við getum kallað þetta ofbeldisskilmála. Ég […]

Mánudagur 29.10 2012 - 23:16

Harpa Hreinsdóttir og eineltið

Ég gerði ákveðin mistök þegar ég birti síðustu færslu. Ég hefði átt að afmá persónukenni í skjáskotinu (og er búin að því núna). Það er nefnilega alveg rétt sem Harpa Hreinsdóttir bendir á í þessari grein, aðgerðir af þessu tagi geta kynt undir persónulegum ofsóknum. Það var vitanlega ekki hugmyndin hjá mér að ofsækja þennan […]

Mánudagur 29.10 2012 - 13:05

Verjum tjáningarfrelsi Hildar Lilliendahl

Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er afskaplega ósátt við margt í málflutningi feminista. Þeir sömu hafa heldur ekki komist hjá því að taka eftir því að ég hef mikla andúð á öllum hugmyndum um skerðingu tjáningarfrelsis. Til þess að takast á við hugmyndir sem maður álítur […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics