Færslur fyrir flokkinn ‘Fjölmiðlar’

Föstudagur 24.05 2013 - 18:23

Þetta snýst ekki bara um Láru Hönnu

Því miður ríkir lítill metnaður gagnvart málfari og ritstíl á íslenskum fjölmiðlum og daglega birta íslenskir netmiðlar erlendar fréttir og greinar sem eru svo illa þýddar að maður fer hjá sér af skömm yfir því að verða vitni að öðru eins.  Hér eru nokkur nýleg dæmi.   Þó það var ekki létt, þá stoppaði Hathfield […]

Mánudagur 20.05 2013 - 10:29

Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

  Lára Hanna Einarsdóttir lýsir eftir orði yfir þá hegðun:   að segja upp verksamningi við 57 ára gamlan starfsmann eftir 25 ára starf með 20 daga fyrirvara – með einum tölvupósti.   Mér koma ýmis orð í hug en flest þeirra væri óviðeigandi að birta á opinberum vettvangi.  Ég finn ekki netföng starfsmanna á […]

Miðvikudagur 13.03 2013 - 13:55

Klámlaus kynjamismunun

Þegar ég var lítil fyrirvarð ég mig fyrir klámmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var blýantsteikning af nöktu pari í faðmlögum. Mér fannst nógu dónalegt að hafa berrassað fólk uppi á vegg en þegar drengur sem kom í heimsókn fullyrti að þau væru „að ríða“ var mér allri lokið. Móðir mín […]

Þriðjudagur 12.03 2013 - 21:12

Er löggan undirmönnuð?

  Löggan er með mann í fullu starfi við að hanga á facebook. Í fullu starfi, auk þess sem 12 til viðbótar sinna síðunni í hjáverkum. Eruði ekki að djóka? Hvernig getur það verið fullt starf að uppfæra snjáldursíðu 3-5 sinnum á dag og svara 1-2 fyrirspurnum? Og hvernig getur stofnun sem segist vera undirmönnuð réttlætt slíka […]

Miðvikudagur 27.02 2013 - 11:42

Góð þjónusta hjá DV

Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það […]

Þriðjudagur 26.02 2013 - 12:16

Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?

Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Ekkert eftirlit Enn veit almenningur ekkert hvort eftirlit með hlerunum er yfirhöfuð viðhaft. Ríkissaksóknari getur engu svarað og vísar á […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 13:43

Trúnaðarmál

Ég játa. Mér varð það á að hlæja þegar ég sá þetta. En þetta er ekki fyndið og glottið breyttist í grettu þegar ég hugsaði um það hverskonar upplýsingar þeir sem ekki kunna á facebook gætu óvart sett á opinn vegg. Ég get hlegið að þessu af því að þarna kom ekkert fram sem hefði […]

Mánudagur 18.02 2013 - 16:30

Þungvæg orð karla

  Gamalmennisraus hins fallna konungs hefði sennilega litla athygli fengið nema vegna þess að karlinn var dónalegur við konu. Karlana í röðum Vg og gamla Alþýðubandalagsins kallar ritstjórinn klókindamenn, gullkistuvörð, dráttarklár, leyniskjalaverði, samsærisbræður, og vísar til gamalla orða formannsins um Davíð sjálfan sem gungu og druslu. Hann kallar forseta lýðveldisins að vísu ekki Óla grís […]

Fimmtudagur 07.02 2013 - 21:56

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 21:31

Lögmundur og Langholtsskóli

  Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics