Ég er stödd í blokkarhverfi í Glasgow. Í kjallaranum eru þrír gámar fyrir hvern stigagang. Einn fyrir sorp, einn fyrir gler og einn fyrir pappa, plast og málma. Ég bjó í pínulitlu smáþorpi í Danmörku í tvö ár. Við hvert einasta hús voru flokkunartunnur. Ég dvaldi nokkra mánuði í smábæ í Noregi. Í hverri götu […]
Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur þróunarsamvinnu en fáir þekkja þúsaldarmarkmiðin. Hefur fólk þá nokkra hugmynd um hvað það er eiginlega að styðja? Allir vita að þróunarstarf snýst um að uppræta fátækt og sjúkdóma og það er í sjálfu sér nóg til þess að vera hlynntur því. Það er samt dálítið hallærislegt að 86,4% Íslendinga geti ekki […]
Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Hér er samantekt […]
Á netinu er að finna urmul mynda af óvenjulegum götuskiltum. Því miður fylgir ekki alltaf sögunni hvar myndirnar eru teknar og oft rennir mann í grun að hann Fótósjoppmundur hafi komið við sögu. Mér skilst að þetta skilti sé í Danmörk en nánari staðsetningu veit ég ekki Ég efast um að þetta sé […]
Þegar ég sagði frá mannréttindabaráttu My Vingren varð kunningja mínum að orði að nú hlyti ruglið að hafa náð hámarki. Ég var ekki eins viss og svei mér þá ef klósettfeminismi sænskra vinstri manna toppar ekki My Vingren. Síðasta sumar fékk Viggo Hansen, landshlutaþingmaður* í Sörmland, þá frábæru hugmynd að leggja niður kynjaskipt klósett í […]
Vinkona mín hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu ár. Hún fékk m.a. banvænan sjúkdóm og hefur þurft að undirgangast ýmsar rannsóknir og lyfjameðferð vegna þess, auk þess að þarfnast endurhæfingar og dvalar á sjúkrahóteli. Ég vissi að Íslendingar greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa en nágrannaþjóðirnar en þegar ég sá upphæðirnar sem […]
Í mínu ungdæmi var engin klámvæðing. Auðvitað var til klám en ekki „klámvæðing“ því hún hófst ekki fyrr en með almennri internetnotkun. Hvernig stendur þá á því að þegar ég var í 7. bekk þótti fátt fyndnara en að teikna tittling á töfluna í skólastofunni? Hversvegna tíðkuðust allskonar kossa- og keliríisleikir á mínum unglingsárum? Hversvegna […]
Þann 19. desember 2008 féll dómur við bæjardómstólinn í Herning í Danmörku. Sakborningur var 44 ára karlmaður að nafni Ejnar Nielsen. Hann hafði ráðist á þáverandi kærustuna sína, lagt hníf að hálsi hennar og nauðgað henni. Eða svo sagði hún og fyrir það var hann sakfelldur. Uns sekt er afsönnuð Áþreifanleg sönnunargögn voru engin. Konan […]