Þriðjudagur 24.09.2013 - 18:22 - FB ummæli ()

Þessvegna er kynjafræðikennsla nauðsynleg

Í mínu ungdæmi var engin klámvæðing. Auðvitað var til klám en ekki „klámvæðing“ því hún hófst ekki fyrr en með almennri internetnotkun.

Hvernig stendur þá á því að þegar ég var í 7. bekk þótti fátt fyndnara en að teikna tittling á töfluna í skólastofunni? Hversvegna tíðkuðust allskonar kossa- og keliríisleikir á mínum unglingsárum? Hversvegna þótti brjálæðislega fyndið að lesa upp úr klámblöðum með leikrænum tilþrifum og tilheyrandi hljóðum? Hversvegna urðu hálsklútar mikil uppspretta getgátna um það hvort sogblettur leyndist á bak við klútinn? Hversvegna þótti mínum vinahópi á fyrsta ári í menntó, fyndið tiltæki að fara í hópferð í bíó þegar klámmynd var í boði?  Klámvæðingin var ekki hafin svo hvernig datt æskulýðnum annað eins í hug?

Jú, það er vegna þess að við fengum enga kynjafræðikennslu.

Því segi ég það; kynjafræði er svarið.  Með aukinni kynjafræðikennslu má bæði uppræta ósmekklegan húmor og venja ungu kynslóðina af öllum kynusla og klámsýki. Mun þá upp vaxa kynslóð göfugri og betri þjóðfélagsþegna sem eigi taka sér klúryði í munn né brjóta skátalögin og aðrar þær reglur sem sómakærum ungmennum ber að hlíta.

 

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics