Færslur með efnisorðið ‘Kvenhyggja’

Mánudagur 07.04 2014 - 10:30

Fjórtán einkenni feminisma

Áður birt í Kvennablaðinu Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það […]

Sunnudagur 06.04 2014 - 10:30

33. Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Ég er oft spurð að því hversvegna ég setji alla feminista undir einn hatt, þegar svo margar stefnur falla undir feminisma. Ég er spurð hversvegna ég vilji eingöngu nota hugtakið feminismi um þá dólgastefnu sem ég hef lýst í þessari pistlaröð. Þegar betur er að gáð set ég alls ekki allt kvennabaráttufólk undir einn hatt. […]

Föstudagur 04.04 2014 - 10:30

32. Feminismi nærir sorpblaðamennsku

Á hverjum einasta degi flytja íslenskir fjölmiðar feministafréttir sem eiga mismikið erindi við almenning. Enda þótt kynferðisglæpum fækki er ekkert lát á umfjöllun um kynferðisofbeldi. Áratugagamlar nauðgunarsögur eru rifjaðar upp. Fréttir af kynferðisglæpum í fjarlægum heimshlutum enda þótt engar aðrar fréttir séu sagðar frá sömu slóðum. Og ef engin nauðgunarfrétt er í boði bjóða fjölmiðlar […]

Fimmtudagur 03.04 2014 - 10:30

Fiðrildapíkan

Áður birt í Kvennablaðinu Ég var 13 ára og stóð nakin í sturtuklefa þegar bekkjarsystir mín taldi viðeigandi að vekja athygli hinna stelpnanna á útliti kynfæra minna. Ekki svo að skilja að það kæmi mér á óvart. Ég hafði lengi haft af því töluverðar áhyggjur að dýrðin á mér væri að taka á sig mynd einhvers […]

Miðvikudagur 02.04 2014 - 10:30

31. Feminsmi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum

Feminsmi boðar þá hættulegu hugmynd að offita sé ekkert vandamál og jafnvel eitthvað fínt. Það er í sjálfu sér gott mál að vinna gegn fordómum og benda á að feitt fólk verður fyrir mismunun og vondri framkomu og það er rétt hjá feministum að megrunarbransinn hefur gert allt of mikið úr sambandi líkamsþyngdar og heilsubrests. En hér sem annarsstaðar […]

Þriðjudagur 01.04 2014 - 11:38

Nei, það er enginn að úthýsa mér

Ég er á ferðalagi með stopulan aðgang að lélegri nettengingu og sá ekki fyrstu útgáfuna af þessari frétt. Sá fréttina reyndar ekkert fyrr en í dag en svo virðist sem pistill minn um ritskoðunarkröfur hafi valdið misskilningi. Það þykir mér leitt og ég vildi að ég hefði vandað mig betur. Ritstjórn Kvennablaðsins hefur ekki á […]

Mánudagur 31.03 2014 - 10:30

30. Feministar styðja kynbundna mismunun

Kynjakvótar eru ekki aðeins til þess fallnir að gera lítið úr konum heldur eru þeir beinlínis dæmi um mismunun á grundvelli kynferðis. En feminísk kynjamismunun birtist ekki aðeins í kynjakvótum. Hún birtist einnig í kröfu um kynbundnar kröfur. Nú orðið þurfa konur oft að uppfylla önnur skilyrði en karlar til þess að eiga möguleika á […]

Laugardagur 29.03 2014 - 10:30

29. Feministar ýkja tölur um kynbundin launamun

„Konur þéna 75 kr á móti hverjum 100 kr sem karlar þéna.“  Þetta er ein af möntrum feminismans. Sannleikurinn er sá að launamunur kynjanna á sér að mestu leyti eðlilegar skýringar. Aðeins 6-10% launamunur hefur ekki verið skýrður. Femninstar hafa auðvitað fína skýringu á þessum óútskýrða launamuni; það er auðvitað einlægur vilji karlveldisins til þess […]

Föstudagur 28.03 2014 - 10:30

Ritskoðunarkröfur

Af og til verð ég alveg ofboðslega leið á feminisma. Svo gerist eitthvað sem verður til þess að ég finn mig knúna til að leggja orð í belg. Um þetta leyti í fyrra sauð upp úr hjá mér þegar einhver taldi mig á að líta á óvenju vonda umfjöllun á Knúzinu. Ég byrjaði þá á […]

Mánudagur 13.01 2014 - 11:43

Ljósmæður komnar í feministaruglið

Skapabarmaaðgerðum fjölgaði mjög í Bretlandi á árunum 2004-2011. Árið 2011 var gerð ein slík aðgerð þar á hverjar 12500 konur á aldrinum 15-49 ára. Ef hlutfallið er svipað á Íslandi merkir það að árlega fara 6 konur í skapabarmaaðgerð á Íslandi. Nú hafa ljósmæður ítrekað mælt gegn lýtaaðgerðum á kynfærum. Það er þarft verk að […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics