Ég á til að ganga út frá því að góð þjónusta sé sjálfsögð. Og finnst þá mjög gremjulegt ef hún stendur ekki undir væntingum. En stundum fær maður líka betri þjónustu en maður reiknaði með. Ég bjóst ekki sérstaklega við því að fá framúrskarandi þjónustu hjá Fríhöfninni í Leifsstöð. Við keyptum þar vörur á leið […]
Jón Baldvin Hannibalsson segist hafa fengið þá skýringu á afturköllun boðs um að halda gestafyrirlestra við HÍ að svokallaðir „kynjafræðingar“ hafi mótmælt ráðningu hans skriflega. Ég bað forseta félagsvísindasviðs um afrit af þessu mótmælabréfi en fékk það svar að hann vissi ekki til þess að slíkt plagg væri til. Nú er ljóst að einhver lýgur. […]
Fegurðardrottning segist vera feministi. Einhverntíma sagðist Magga pjattrófa líka vera feministi. Ég hef lesið viðtöl við kynlífsþjóna sem segjast vera feministar. Þessar konur telja sig hafa sama rétt og karlar, vilja standa körlum jafnfætis og telja sig standa körlum jafnfætis, ekki þrátt fyrir lífsstíl sinn heldur vegna hans. Ef feministar hefðu ekki stolið hugtakinu gæti […]
Í íslensku eru til nokkur orð þar sem fólki sem sýnir neikvæða hegðun er líkt við einhverskonar poka eða ílát. Væluskjóða, grenjuskjóða, klöguskjóða, fýlupoki, frekjudós, frekjudolla, frekjutuðra, sorabelgur (einnig nautnabelgur en það er nú kannski ekki beinlínis neikvætt) Kannski er tengt þessu orðatiltækið að fá á baukinn? Baukur er þá kjaftur og hugmyndin líklega sú […]
Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Svo gekk aftur fram af mér þegar ég sá Knúsgrein þar sem látið […]
Í íslenskum fjölmiðlum er tilfinnanlegur skortur á nauðgunarfréttum. Að vísu fann ég nokkrar fréttir frá síðustu dögum en margar þeirra eru frekar litlar og lítið áberandi. Auk þess er ekki alveg að marka síðustu vikuna því margar af klámfréttum síðustu viku snúast eiginlega meira um dónakalla og háskóla en um glæpi dónakalla. Frá mánaðamótum hef […]
Ég er komin til Glasgow eftir 9 vikna dvöl á Íslandi. Eins og ég sagði hér trúi ég því ekki að óreyndu að verðlag á matvöru sé sérstaklega lágt á Íslandi. Ég ákvað því að gera smá könnun. Ef verðlagskönnun ætti að vera áreiðanleg þyrftu fleiri heimili með fjölbreytilegri innkaupakörfur að taka þátt. Einnig þyrfti […]
Þegar upp koma hneykslismál verður fólki tíðrætt um iðrun og fyrirgefningu. Þess er krafist að stofnanir, stjórnmálamenn og frægt fólk, sem hefur á einhvern hátt misboðið siðareglum samfélagsins, viðurkenni misgjörðir sínar og sýni iðrun. Opinber afsökunarbeiðni virðist þó sjaldan ef nokkurntíma duga til þess að viðkomandi fái fyrirgefningu. Ég er alls ekki að segja að […]
Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að þjást af völdum annarra? Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að valda öðrum þjáningum? Jón Baldvin Hannibalsson olli stúlku þjáningum. Hann skrifaði henni dónabréf, barnungri, og eyðilagði þar með líf hennar. Áfallaþol fólks er […]