Áður birt á Kvennablaðinu Þegar ég var lítil voru ömmur með svuntur. Þær steiktu kleinur og prjónuðu vettlinga og sungu Guttavísur fyrir barnabörnin. Í dag eru ömmur hinsvegar skvísur. Allar í ræktinni eða útlöndum, og ekki slæðu bunda yfir rúllurnar í hárinu heldur með grænar strípur og tattútveraðan upphandlegg. Ef þær verða þá á annað borð ömmur […]
Áður birt á Kvennablaðinu Það má vel vera að það hafi verið röng ákvörðun hjá ríkissaksóknara að gefa út ákæru á hendur Landspítlanum og tilteknum hjúkrunarfræðingi vegna mistaka sem leiddu til dauða sjúklings. Við skulum samt hafa hugfast að hér er einungis um ákæru að ræða, manneskjan hefur enn ekki verið dæmd og það getur bara vel […]
Áður birt á Kvennablaðinu Malín Brand sagði frá reynslu sinni af söfnuði Votta Jehóva í DV fyrir rúmu ári. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig söfnuðurinn stuðlar að félagslegri einangrun. Hún segir einnig frá bannfæringunni sem hún varð fyrir þegar hún fór að skoða trúna með gagnrýnum augum, en bannfæringin fellur fullkomlega að skilgreiningum flestra […]
Áður birt á Kvennablaðinu Ég vissi ekki fyrr en las þessa frétt að þeir sem ríkisvaldið hefur svipt sjálfræði væru látnir bera kostnaðinn af því sjálfir. Þannig þarf sjálfræðissvipt manneskja á örorkubótum, sem með öllum uppbótum verður hæst 218.515 kr á mánuði (fyrir skatt), að greiða lögráðamanni sínum 12.000 kr á tímann fyrir að taka […]
Áður birt á Kvennablaðinu Mér er farið að leiðast heimsósómarausið í unga fólkinu. Þessa dagana hamast netverjar við að deila myndum af hópum fólks sem er að skoða snjallsímana sína, ásamt harmkveinum um það hvað þetta sé nú allt hræðilegt; fólk er bara hætt að eiga samskipti, heimur versnandi fer og allt það. Þetta illa […]
Ég hef ekki áhyggjur af afkomu flugmanna en til hvers í fjandanum er verkfallsréttur ef yfirvaldið getur svo bara bannað fólki að nýta sér hann? Flugmenn eru þó í skárri aðstöðu en kennarar að því leyti að verkfall flugmanna skaðar atvinnurekandann og ríkið. Verkfall kennara bitnar fyrst og fremst á börnum og foreldrum. Ef eitthvað […]
Virðing Alþingis er ekki undir því komin hversu gæfulegar samþykktir þess eru, heldur skiptir meginmáli að þingmenn gæti þess að klæðast ekki lopapeysu eða gallabuxum og muni eftir ávarpsorðunum „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ þegar þeir hreyta fúkyrðum í samstarfsfólk sitt. Það er svosem ekki fallegt að segja félögum sínum að halda sér saman þótt […]
Ég er ekki í minnsta vafa um að mikið ógeð þrífist í lyfjaiðnaðinum. Bad Pharma liggur einmitt á borðinu við hliðina á mér í þessum orðum skrifuðum, ég lagði hana frá mér hálflesna síðasta haust en nú er áhugi minn á henni endurvakinn. Lyfjaiðnaðurinn er algert oj, rannsóknir sem henta ekki fyrirtækjunum eru látnar hverfa, reglur eru […]
Það stendur ekki á lögreglunni að handtaka fólk og yfirheyra þegar glæponarnir þvælast fyrir verktökum í Gálgahrauni eða fara í taugarnar á starfsmönnum Bandaríska sendiráðsins. Það stendur ekki á þeim þegar fréttist af hálfu grammi af hassi einhversstaðar, þá er rokið til -sérsveitin send á staðinn og húsleit gerð og ekki endilega beðið dómsúrskurðar. En […]
Nú eru páskafermingar nýafstaðnar og einhver börn verða víst fermd um hvítasunnuna. Búin með skyldumessurnar og útskrifuð úr kirkjunni. Flest þeirra munu ekki mæta aftur í messu fyrr en andlát verður í fjölskyldunni, eða, ef þau eru heppin, fyrr en þau gifta sig (venjulega eftir margra ára sambúð.) Sum fermast reyndar ekki í kirkju heldur […]