Færslur fyrir flokkinn ‘Allt efni’

Miðvikudagur 13.02 2013 - 15:18

Píkan hennar Steinunnar

Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan. Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari […]

Þriðjudagur 12.02 2013 - 14:55

Eigi skal efast

Viðbrögðin við hæstaréttardómnum í vítisenglamálinu, sem engir vítisenglar voru viðriðnir, afhjúpar þá útbreiddu skoðun að kynferðisbrot séu annars eðlis og miklu alvarlegri en annað ofbeldi. Síðustu daga hef ég nefnt ýmis dæmi um ofbeldi sem ekki telst kynferðisbrot en felur engu að síður í sér niðurlægingu og brot gegn sjálfsákvörðunarrétti fórnarlambsins.  Ég hef spurt hversvegna […]

Mánudagur 11.02 2013 - 12:17

Rakstur

Mörgum árum áður en komst í tísku að fjarlægja kynhár, vaknaði ungur piltur á sófanum hjá félaga sínum eftir þokkalega skrautlegt djamm. Hann brölti fram úr til að pissa og sá sér til furðu að hann leit út eins og englabarn að neðanverðu. Vinir hans höfðu dregið niður um hann buxurnar og rakað á honum […]

Sunnudagur 10.02 2013 - 14:24

Hefndin

Fyrir mörgum árum heyrði ég sögu sem mér finnst líklegast að sé flökkusaga. Stúlka varð brjálæðislega ástfangin af tilfinningalegum fávita. Hann kom illa fram við hana á milljón mismunandi vegu. Vanrækti hana, laug að henni, sveik loforð, brást henni þegar hún þarfnaðist hans, hélt fram hjá henni, gagnrýndi hana harkalega, gerði ósanngjarnar kröfur til hennar, […]

Laugardagur 09.02 2013 - 13:49

Ríkisstjórnin tilnefnd til Steingrímunnar

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru skref í átt að lýðræði. Það er þó til lítils að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekkert er gert með niðurstöðu hennar. Helstu rökin gegn þjóðaratkvæðagreiðslum eru þau að almúganum sé ekki treystandi fyrir mikilvægum ákvörðunum. Við þurfum mannvitsbrekkurnar 63 sem sitja á Alþingi til þess að passa upp á okkur. Ef málum er […]

Fimmtudagur 07.02 2013 - 21:56

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr […]

Miðvikudagur 06.02 2013 - 14:02

Hvort viltu nauðgun eða líkamsmeiðingar?

Umræðan um nýlegan dóm hæstaréttar er áhugavert dæmi um þann árangur sem kennivald kvenhyggjunnar hefur náð. Réttarkerfi sem fær standpínu af tilhugsuninni um að negla mótorhjólagengi, hlýtur umsvifalaust að leggjast á sveif með meintum vítisenglavinum ef þeir eru kynferðisglæpamenn. Sá sem bendir á að óskilorðsbundnir fangelsisdómar upp á fjögur til fimm og hálft ár (samanlagt átján og […]

Þriðjudagur 05.02 2013 - 14:49

Er kynferðisofbeldi verra en líkamsmeiðingar?

Endurbirt með leiðréttingum kl.17.15 ———- Hvernig í ósköpunum komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé ekki kynferðisbrot að vaða með fingur inn í leggöng og endaþarm þolandans? Ég skildi það ekki – þessvegna las ég dóminn. Dómur hæstaréttar í máli nr 521/2012 er mikil lesning, ríflega 120 blaðsíður og vekur satt að segja fleiri […]

Sunnudagur 03.02 2013 - 20:17

Að finna karlrembu sinni farveg í feminisma

Ég hef oft fundið fyrir því viðhorfi að konur séu í eðli sínu ósjálfstæðar og vanhæfar. Ég finn t.d. fyrir því þegar fólk telur víst að ég hafi áhuga á því að láta karlmann ritstýra mér. Oftast hefur þetta gerst með þeim hætti að karlar hafa óbeðnir gefið mér „góð ráð“ varðandi ritstíl og það […]

Laugardagur 02.02 2013 - 16:53

Kynjakerfi kvenhyggjunnar (Skyggnulýsing 3c)

  Kvenhyggjusinnar telja sig vera að uppræta kynjakerfið. Í raun og veru eru þeir aðeins að útfæra það á aðeins annan hátt, sem heldur konum í hlutverki súkkulaðikleinunnar. Þessi færsla tilheyrir pistlaröð sem heitir „Skyggnulýsingar“. Tenglar á fyrri færslur eru fyrir neðan textann. Til upprifjunar: Á þriðju glærunni eru settir upp tveir dálkar sem eiga […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics