Færslur fyrir flokkinn ‘Allt efni’

Föstudagur 01.02 2013 - 16:35

Er kynjakerfið til? (Skyggnulýsing 3b)

Fyrri pistlar í þessari röð, sá nýjasti efst: Skyggnulýsing 3a Skyggnulýsing 2 Skyggnulýsing 1 Fánaberar fávísinnar Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni? Tilefni þessarar pistlaraðar eru skyggnur með fyrirlestri sem tilheyrir grunnnámskeiði í kynjafræði. Þar er ég réttilega kynnt sem „kyndilberi andfeminisma“ en andfeminismi er, ólíkt kvenhyggjunni, jafnréttisstefna. Glærurnar vekja þó grunsemdir um […]

Fimmtudagur 31.01 2013 - 16:04

Veit fangelsisstjórinn hvað orðið barnauppeldi merkir?

Varúð! Þessi pistill er ekki við hæfi lesenda sem eru nógu vitlausir til að túlka ósk um mannúðlega meðferð á föngum sem réttlætingu fyrir glæpum. —————— Yfirvöld tala oft eins og þau gegni foreldrahlutverki gagnvart viðföngum sínum. Margrét Frímansdóttir, fangelsisstjóri segir t.d. vistun fanga ekki ósvipaða barnauppeldi. Þetta er athyglisverð sýn á barnauppeldi og bendir í skársta […]

Miðvikudagur 30.01 2013 - 12:20

Vinstri handar villan

Á fyrri hluta 20. aldar stóðu barnakennarar frammi fyrir erfiðu vandamáli. Sum börnin þráuðust við að læra rétt vinnubrögð. Þau höfðu óeðlilega tilhneigingu til að skrifa og teikna með vinstri hendinni. Skýringin á þessu var ekki einber óþekkt, þau virtust hreinlega ekki ráða við þetta. Ýmis ráð voru reynd til að uppræta vinstri handar villuna. […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 21:31

Lögmundur og Langholtsskóli

  Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir […]

Laugardagur 26.01 2013 - 13:25

Af öfgastefnu vinstri grænna

Undarleg finnst mér umræðan um Vg sem róttækan vinstri flokk eða jafnvel öfgasinnaðan vinstri flokk. Ég bý í Bretlandi. Hér borgar almenningur ekki eitt penný fyrir komu á heilsugæslustöð. Ekki heldur fyrir komu á bráðamóttöku. Ég fór í krabbameinsskoðun nýlega, þurfti ekkert að borga þar og ekki fyrir blóðrannsókn heldur. Og nei, það er ekki […]

Fimmtudagur 24.01 2013 - 15:48

Þessvegna þarf kynjakvóta í „Gettu betur“

  Af hverju þarf að jafna kynjahlutföllin í spurningakeppni framhaldsskólanna? Að sögn Stefáns Pálssonar þarf kynjakvóta af því að Gettu betur er ekki nógu gott sjónvarpsefni eins og er. Af pistli hans á Knúzinu í gær má einnig ráða að hann þjáist af samviskubiti yfir því að hafa skapað strákamenningu. Eins og hann orðar það; […]

Þriðjudagur 22.01 2013 - 13:46

Múslimaplágan

Í tilefni af umræðu síðustu daga, þar sem nokkuð hefur borið á því viðhorfi að margháttuð vandamál fylgi „þessu fólki“, ætla ég að birta pistil sem ég skrifaði í febrúar 2011.     Múslimaplágan Múslimar eru að yfirtaka heiminn. Í alvöru. Þetta fjölgar sér eins og kanínur og eins og fram kemur hér, má reikna […]

Sunnudagur 20.01 2013 - 16:08

Má ekki segja sannleikann um flóttamenn?

    Orð Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um flóttatúrisma (5. mín) vöktu að vonum almenna hneykslun. Slæmt er ef fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið orð hennar úr samhengi. Kristín þyrfti að útskýra hvernig það var gert og hvað hún sagði eiginlega „í samhengi“ því hún virðist vera ein um að átta sig á því. Einhverjir telja þó […]

Fimmtudagur 17.01 2013 - 22:01

Fjör hjá flóttatúristum

Að vera flóttamaður er góð skemmtun. Flóttamenn eru í raun og veru túristar í dulargervi. Þeir ljúga upp allskonar sögum um að í heimalöndum þeirra ríki stríð eða ólýðræðislegir stjórnarhættir með skoðanakúgun og óeðlilegum afskiptum stjórnvalda. Minnihlutahópar séu ofsóttir, fólk sé fangelsað fyrir skoðanir sínar, þvingað í hjónabönd gegn vilja sínum, fái ekki sanngjarna málsmeðferð […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 12:39

Þarf löggan heimild til að nota tálbeitur?

Það þurfti engar „forvirkar rannsóknarheimilidir“ til að koma upp um glæpastarfsemi Vítisengla. Það þurfti engar tálbeitur til að koma upp um Karl Vigni og aðra stórtæka barnanauðgara. Það var heldur ekki neinn skortur á valdheimildum sem réði því að það tók þá viku að sækja sönnunargögn Kastljóssins gegn Karli Vigni. Sú afsökun að umfang efnisins […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics