Ég er sjaldan sammála forsætisráðherra en nú ber svo við að ég get tekið heilshugar undir tvennt sem hann hefur látið hafa eftir sér á örfáum dögum. Í fyrsta lagi finnst mér ágætt að ráðamenn hugsi upphátt. Það er auðveldara að sjá í gegnum þá þegar þeir gera það. Þetta sést glögglega af dæmi Vigdísar […]
Kæri Hannes Hólmsteinn Ég fyrirlít sumar pólitískar skoðanir þínar. Það er ekkert persónulegt. Ef ég sæi þig standa við stöðumæli og snúa vösunum út, myndi ég rétta þér tíkall. Ég fyrirlít samt brauðmolakenninguna, hugmyndina um einkavæðingu auðlinda, stóriðjustefnu og margt fleira sem öfgasinnaðir kapítalistar pilsfaldakapítalistar boða. Það er algengt að fólk yfirfæri óbeit sína á […]
Umræðan um mál stúlknanna sem sitja í fangelsi í Tékklandi fyrir kókaínsmygl gerir mig bæði sorgmædda og reiða. Eins og venjulega þegar málefni fanga ber á góma er ógeðið í umræðunni yfirþyrmandi. Það hlakkar beinlínis í sumum þeirra sem tjá sig um málið og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir illgirnina heldur freta henni […]
Á ögurstundum í lífi þjóðar getur varla verið forgangsmál að forða börnum frá boðskap um rökhyggju og réttlæti. Þessvegna ættum við að fá einhvern valinkunnan trúleysingja til að fara í barnaskóla og segja börnunum frá hugmyndum Richards Dawkins um Gvuð. Er það ekki Hanna Birna? Hvernig þætti þeim sem telja trúarinnrætingu í barnaskólum boðlega ef […]
Lýðræði, eins og það er ástundað í okkar samfélagi, merkir að fjöldinn felur stjórnmálaflokkum að setja lög. Lögin eru svo mótuð eftir hagsmunum flokkseigenda sem einnig hafa umtalsverð áhrif á það hverjir veljast í valdastöður. Mikið lifa þeir í litlum og þröngum heimi sem álíta að hver sá sem ekki er hrifinn af þessu fyrirkomulagi […]
Í síðasta pistli talaði ég um tengsl „góða fólksins“ við faríseisma. En það er fleira en siðavendni og pólitísk rétthugsun sem einkennir góða fólkið. Annað sterkt einkenni er forræðishyggja. Sú sannfæring að sauðheimskur almúginn kunni ekki fótum sínum forráð og því þurfi yfirvaldið að veita honum föðurlegt aðhald – eftir forskrift hinna réttlátu; þeirra sem […]
Í netumræðu síðustu vikna hefur borið á kröfu um skýringar á því hvað átt er við með stimplinum „góða fólkið“. Þeir sem undrast svo mjög þessa hugmynd eru oftar en ekki fólk sem gæti sem best tekið merkimiðann til sín. Þar sem ekki er um að ræða sérstaka hugmyndafræði heldur ósköp mannlega eiginleika, sem ég er […]
Í framhaldi af þessum pistli: Ég held því miður að Jón Daníelsson hafi rétt fyrir sér um Læknavísindakirkjuna. En fyrst ég er á annað borð að skoða lög um trúfélög má ég til að koma því að að mér finnst margt sérkennilegt í þessum lagabálki. Við getum byrjað á að skoða 1. milligrein 1 greinar. Rétt […]
Loksins hillir undir stofnun trúfélags sem ég gæti hugsað mér að tilheyra. Ég trúi heilshugar á mátt læknavísindinna til að bæta heilsu og hamingju almennings og bjarga oss frá óþarfa þjáningu og ótímabærum dauða. Þessvegna ætla ég að ganga í læknavísindakirkjuna. Hver eru skráningarskilyrðin? Í netumræðunni hefur heyrst sú skoðun að læknavísindakirkjan uppfylli […]
Með því að smella á myndina og smella svo aftur er hægt að stækka hana.