Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin’

Miðvikudagur 02.10 2013 - 14:54

Nauðgunarlyf – þjóðsaga eða staðreynd?

Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Hér er samantekt […]

Mánudagur 02.09 2013 - 10:57

Samfélag og fyrirgefning

Þegar upp koma hneykslismál verður fólki tíðrætt um iðrun og fyrirgefningu. Þess er krafist að stofnanir, stjórnmálamenn og frægt fólk, sem hefur á einhvern hátt misboðið siðareglum samfélagsins, viðurkenni misgjörðir sínar og sýni iðrun. Opinber afsökunarbeiðni virðist þó sjaldan ef nokkurntíma duga til þess að viðkomandi fái fyrirgefningu. Ég er alls ekki að segja að […]

Fimmtudagur 08.08 2013 - 09:28

Íslenska aðferðin

Byggja sem flest hótel til að taka vel á móti ferðamönnum og gera allt sem hægt er til að laða sem flesta til landsins. Rukka þá svo (og einnig Íslendinga því ekki getum við mismunað fólki) fyrir aðgang að náttúrunni til að sporna gegn eyðilegginunni sem álagið hefur í för með sér. Væri ekki einfaldara […]

Laugardagur 20.07 2013 - 12:47

Athyglissýki

Í umræðunni um mál Edwards Snowden hef ég nokkrum sinnum séð því fleygt að hvati Snowdens að uppljóstrunum sé ekki einskær mannréttindaást heldur kannski bara „athyglissýki“.  Ég hef einnig séð nokkra netverja tala um þingmenn Pírata sem athyglissjúka, fyrir það að nota aðstöðu sína í þinginu til að tala fyrir mannréttindum Edwards Snowden. Við erum […]

Laugardagur 13.07 2013 - 10:14

Norska aðferðin í fréttamennsku?

Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: Þessi frétt er í fyrsta lagi hroðalega illa skrifuð. Fólk er ekki sjálfráðasvipt en það getur verið sjálfræðissvipt. Verra er þó að nafn konunnar er ekki rétt beygt. Nafnið Karen er að vísu beygt á tvo […]

Mánudagur 08.07 2013 - 21:58

Skiljanleg viðbrögð löggunnar

[fb_video id=“10200167735496150″ height=“336″ width=“600″ ] Fyrstu viðbrögð lögreglunnar við þessu umtalaða myndbandi voru ummæli á ímyndarrunkssíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er bent á að fólki sé frjálst að leita réttar síns og staðfest að ríkissaksóknaraembættið muni skoða málið. Einnig segir: Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað […]

Fimmtudagur 27.06 2013 - 10:13

Borgaraleg óhlýðni Alþingis?

Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir  að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd. Þessu er ekki hægt að framfylgja ef kosið er í nefndir. Samt er íslenska sendinefndin kosin. Þjóðþingið gefur þannig skít í […]

Föstudagur 21.06 2013 - 15:19

Forsætisráðherra verndar kúgaða og þjáða

  Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt. Ég ítreka mikilvægi þess að menn búi þannig um hnútanna að fyrirkomulag […]

Föstudagur 21.06 2013 - 10:14

Sigurður Ingi er persónulega ábyrgur

  Í dag stóð til að Þjórsárver yrðu loksins friðlýst að því marki að náttúru landins yrði hlíft við Norðlingaveitu. Ekkert verður af þessari friðlýsingu í dag. Það er ákvörðun. Ekki óumflýjanleg örlög, tilviljun eða slys heldur upplýst, meðvituð ákvörðun. Sá sem ber mesta ábyrgð á þeirri ákvörðun heitir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ekki einhver nafnlaus […]

Miðvikudagur 19.06 2013 - 08:23

Skiptir fjöldinn silfurskeiðadrengina máli?

Eitt af fyrstu afrekum Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra var að láta frá sér ummæli á þá leið að þegar hundruð manns sendu inn samskonar athugasemdir vegna aðgerða sem hafa umhverfisáhrif þá væri eðlilegt að skoða það sem eina athugasemd. Þetta verður að teljast frekar anarkískur skilningur á lýðræðinu; það er ekki fjöldinn sem hefur […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics