Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin’

Föstudagur 14.06 2013 - 15:15

Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“. Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. […]

Laugardagur 01.06 2013 - 22:03

Árni Páll eftir 5 vikur undir feldi

  Árni Páll Árnason hefur nú  legið undir feldi í fimm vikur og reynt að botna í því hversvegna í ósköpunum Samfylkingin beið afhroð í kosningunum.  Niðurstöðurnar eru eftirfarandi: Kjósendum finnst ekki gaman að vera að kikna undan skuldaklafanum og fatta bara ekki hvað Samfó hefur náð miklum árangri í efnahagsmálum. Samfó gleymdi að tala […]

Þriðjudagur 28.05 2013 - 15:38

Eiga þingmenn rétt á nærgætni?

  Í umræðunni um umræðuna er orðið einelti notað af óhóflegu örlæti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagðist fyrir nokkrum vikum hafa verið lagður í einelti á borgarafundi þegar fundargestur sýndi honum ókurteisi og nú skilgreinir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir það sem einelti þegar margir gera grín að Vigdísi Hauksdóttur og Jóni Bjarnassyni. Þessi umræða er löngu komin út […]

Sunnudagur 26.05 2013 - 16:19

Að gefa ríkisstjórninni séns

Nokkur dæmi um markmið nýrrar ríkisstjórnar Ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hefur sett sér metnaðarfull markmið. Hún ætlar m.a: …að vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði umhverfisverndar.  Samtímis ætlar hún að auka veg landbúnaðar þrátt fyrir að ofbeit sé ein helsta orsök jarðvegseyðingar og …stuðla að […]

Fimmtudagur 16.05 2013 - 11:51

Spurning Jónasar Kristjánssonar

Jónas Kristjánsson spyr hvort Sigmundur Davíð sé bófi eða bjáni.  Samkvæmt hugmynd Carlo M. Cipolla um bjánaskapinn fer þetta tvennt gjarnan saman. Ritgerð Cipolla heitir í enskri þýðingu „The Basic Law of Human Stupidity„. Með orðinu „stupidity“ á hann ekki við heimsku í merkingunni lág greindarvísitala heldur það sem ég kalla bjánaskap; tilhneigingu til að […]

Miðvikudagur 15.05 2013 - 12:43

Silfurskeiðabandalaginu er sama um þig

________________________________________________________________________________________ Góðæri framundan, hæhó jibbýjei, nú er víst óhætt að hefja partýið aftur. En veistu hvað; markaðsráðgjöfum Disney er sama um ímynd Meridu. Markmið þeirra er ekki að virða listaverk, hvað þá að vinna gegn staðalmyndum, heldur að græða eins mikla peninga og mögulegt er. Eigendur Disney myndu setja skegg á Pétur Pan og gera […]

Þriðjudagur 14.05 2013 - 11:52

Því þeir vita hvað þeir gjöra

____________________________________________________________________________________ Þótt ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hafi enn ekki verið mynduð er Framsóknarflokkurinn samt strax búinn að afreka það að svíkja eitt mikilvægasta kosningaloforð sitt, loforð sem vafalítið skýrir drjúgan hluta af skyndilegri fylgisaukningu flokksins. Þetta kosningaloforð má sjá í stefnuskrá Framsóknarflokksins en þar er eitt markmiðanna að: – ná sem víðtækastri sá um stjórn fiskveiða. Blönduð […]

Mánudagur 13.05 2013 - 16:06

Hveitibrauðsdagar Silfurskeiðabandalagsins á enda

Nú fer hveitibrauðsdögum Silfurskeiðabandalagsins senn að ljúka og alvaran að taka við. Brúðkaupið mun hafa farið fram á laun löngu fyrir kosningar. Og enn halda leynifundir áfram á leynistöðum. Lítið hefur frést af því hvað sætabrauðsdrengirnir hafa rætt á fundum sínum en því nákvæmari fréttir verið fluttar af bakkelsisáti þeirra félaga. Eftir því sem næst […]

Föstudagur 10.05 2013 - 11:28

Humar með hvítvíninu

______________________________________________________________________________________   Ég er hjartanlega sammála því að áfengi ætti að fást í matvörubúðum.  Það er hinsvegar lúxusvandamál að þurfa að skipuleggja innkaupin sín og það segir kannski dálítið um veruleikatengingu elítunnar í Sjálfstæðisflokknum að áfengissala í matvöruverslunum skuli vera það afrek sem formaður Heimdallar óskar sér að sjá flokkinn vinna á komandi kjörtímabili.  Maður […]

Fimmtudagur 09.05 2013 - 09:24

Reynslan af fækkun ráðuneyta

_________________________________________________________________________________ Munið þið eftir því þegar ráðuneytin voru tólf? Munið þið þegar þeim var fækkað? Urðuð þið vör við að almenningur bæri skaða af þeirri fækkun? Tók yfirhöfuð einhver eftir því að ráðuneytum hefði fækkað? Jú, Jón Bjarnason fór í fýlu. Voru það kannski alvarlegustu afleiðingarnar? Nú eru ráðherraefnin fleiri en ráðherrastólarnir en hafa Íslendingar […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics