Færslur með efnisorðið ‘Dólgafemínismi’

Laugardagur 01.06 2013 - 10:30

4. Feminisminn lítur á karla sem illmenni

Fjórða ástæðan til að uppræta feminisma er sú að feministar líta á karla sem skúrka sem eru líklegir til að meiða konur og nauðga þeim. Þetta viðhorf nær jafnvel til smábarna. Þess sjást meira að segja merki á Íslandi. Reyndar viðurkenna feministar ekki þessa afstöðu sína. Í orði kveðnu líta þær svo á að karlar séu […]

Föstudagur 31.05 2013 - 17:00

3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni

  Þriðja ástæðan til þess að uppræta feminisma er sú að feminismi breiðir út hálfsannleika, ýkjur og lygar. Ef ýkjur og rangfærslur eru taldar þjóna málstaðnum þá er það bara talin fín aðferð. Nýjasta dæmið sem ég hef séð um einmitt þessa tækni er þessi færsla. Tökum sem dæmi ástæðu nr. 6. Hér er fullyrt […]

Föstudagur 31.05 2013 - 09:00

2. Grundvöllur feminismans er lygi

Önnur ástæða til að uppræta feminisma er sú að feminismi er hugmyndafræði sem grundvallast beinlínis á lygi. Lyginni um feðraveldið. Og nei, feministar taka ekki bara svona til orða, þeir boða í alvöru þá ranghugmynd að lítill munur sé á aðstæðum kvenna í forhertustu harðstjórnarríkjum og á Íslandi. Til eru samfélög þar sem alvöru feðraveldi […]

Fimmtudagur 30.05 2013 - 18:22

1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti

Og nú er ég búin að lesa fullt af fréttum sem skipta máli og get haldið áfram þar sem frá var horfið. Fyrsta og augljósasta ástæðan fyrir því að við ættum að uppræta feminisma er sú að við höfum ekkert með hann að gera. Ekki frekar en við höfum neitt með það að gera að […]

Fimmtudagur 30.05 2013 - 15:02

33 ástæður til að uppræta feminisma

Ég er með ofnæmi fyrir tvennu, feminisma og tóbaksreyk. Ég fékk skyndilegt ofnæmi fyrir reyk á aldamótaballinu á Egilsstöðum, lenti í andnauð og varð beinlínis hrædd. Í dag er ég svo viðkvæm fyrir reyk að ég finn tóbakslykt úr mikilli fjarlægð. Stundum finn ég reykjarlykt þótt enginn sé að reykja, sérstaklega ef ég er stressuð […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics