Fimmtudagur 30.05.2013 - 15:02 - FB ummæli ()

33 ástæður til að uppræta feminisma

Ég er með ofnæmi fyrir tvennu, feminisma og tóbaksreyk.

Ég fékk skyndilegt ofnæmi fyrir reyk á aldamótaballinu á Egilsstöðum, lenti í andnauð og varð beinlínis hrædd. Í dag er ég svo viðkvæm fyrir reyk að ég finn tóbakslykt úr mikilli fjarlægð. Stundum finn ég reykjarlykt þótt enginn sé að reykja, sérstaklega ef ég er stressuð og stödd í litlu rými, t.d. strætó eða lyftu.

Ég er líka ofnæm á feminisma. Ég finn fyrir áróðrinum, þvælunni, lyginni, úr fjarlægð, rétt eins og reyknum og já það kemur fyrir að ég oftúlka meinleysisleg skilaboð. Og þessvegna skil ég hvernig feministum líður gagnvart kvennakúgun og klámi, viðbragðskerfið í þeim er ofvirkt. Feministar finna sig stöðugt knúna til að vara okkur við, og það eru góðar ástæður fyrir því að þeim líður svona þótt viðbrögðin séu úr takti við raunveruleikann.

Reykskynjarinn pípir stöðugt

Ég skil þau já.  En þetta er samt dálítið vont. Að búa í samfélagi sem er heltekið af feminisma er eins og að búa með reykingamanni sem er svo eldhræddur að hann tekur ekki annað í mál en að vera með þrjá reykskynjara í eldhúsinu. Þeir fara allir í gang í hvert sinn sem maður ristar brauð og sambýlingurinn telur að það sé sönnun þess að eldhættan sé jafnvel ennþá meiri en hann hélt. Heimilisfólkið hættir að rista brauð í von um að fá frið en það verður bara til þess að sá eldhræddi tekur upp á því að prófa reykskynjarana á klukkutíma fresti með því að reykja í eldhúsinu.

Maður þarf ekki einu sinni að vera með reykingaofnæmi til þess að finnast ástandið óbærilegt. Maður vill ekki búa við stöðugt reykskynjaragarg. Því síður þegar það er sá eldhræddi sjálfur sem setur reykskynjarann í gang og staðhæfir að þetta séu ekki fölsk reykboð þar sem tóbaksreykurinn sé alvöru reykur. Þegar sambýlingurinn kórónar svo ruglið með því að harðneita að skipta um rafhlöðu í reykskynjara sem pípir stöðugt, heldur sprettur upp og hefur æðisgengna leit að ímynduðum eldi í hvert sinn sem bilaði reykskynjarinn fer í gang, þá hlýtur maður að fá nóg.

Undanfarið hef ég hundsað feminísk reykboð. Þessa þindarlausu umfjöllun um kynbundið ofbeldi, klámvandamál og kvenhatur. Ég var orðin ennþá þreyttari á nöldrinu í sjálfri mér en pípinu frá femninskum reykskynjurum en auk þess hefur ástandið verið skárra undanfarnar vikur en það var í vetur. En nú er tóbakslykt í loftinu og reykskynjaragargið alveg að bresta á. Ég veit að markmið þeirra er ekki að gera mig brjálaða en vitið hvað, stundum líður mér svona:

 

image68

 

Í gær fór ég að hugsa um hvort væri æskilegt taka biluðu reykskynjarana úr sambandi og nota bara þá sem eru í lagi (t.d. almenna mannréttindastefnu.) Á nokkrum mínútum fann ég 33 ástæður til að uppræta feminisma. Kannski segi ég ykkur frá þeim þegar ég er búin að lesa þessa frétt, þessa og þessa og horfa á þetta viðtal. Mig langar til þess að þið skoðið þessar fréttir líka en ég held af því að mörg ykkar nenni því ekki og verjið tímanum frekar í klámvæðinguna hjá Wow Air og aðrar feministafréttir.

———————–

Seinni færslur í þessari pistlaröð:

1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics