Færslur með efnisorðið ‘Dólgafemínismi’

Sunnudagur 06.04 2014 - 10:30

33. Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Ég er oft spurð að því hversvegna ég setji alla feminista undir einn hatt, þegar svo margar stefnur falla undir feminisma. Ég er spurð hversvegna ég vilji eingöngu nota hugtakið feminismi um þá dólgastefnu sem ég hef lýst í þessari pistlaröð. Þegar betur er að gáð set ég alls ekki allt kvennabaráttufólk undir einn hatt. […]

Föstudagur 04.04 2014 - 10:30

32. Feminismi nærir sorpblaðamennsku

Á hverjum einasta degi flytja íslenskir fjölmiðar feministafréttir sem eiga mismikið erindi við almenning. Enda þótt kynferðisglæpum fækki er ekkert lát á umfjöllun um kynferðisofbeldi. Áratugagamlar nauðgunarsögur eru rifjaðar upp. Fréttir af kynferðisglæpum í fjarlægum heimshlutum enda þótt engar aðrar fréttir séu sagðar frá sömu slóðum. Og ef engin nauðgunarfrétt er í boði bjóða fjölmiðlar […]

Miðvikudagur 02.04 2014 - 10:30

31. Feminsmi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum

Feminsmi boðar þá hættulegu hugmynd að offita sé ekkert vandamál og jafnvel eitthvað fínt. Það er í sjálfu sér gott mál að vinna gegn fordómum og benda á að feitt fólk verður fyrir mismunun og vondri framkomu og það er rétt hjá feministum að megrunarbransinn hefur gert allt of mikið úr sambandi líkamsþyngdar og heilsubrests. En hér sem annarsstaðar […]

Mánudagur 31.03 2014 - 10:30

30. Feministar styðja kynbundna mismunun

Kynjakvótar eru ekki aðeins til þess fallnir að gera lítið úr konum heldur eru þeir beinlínis dæmi um mismunun á grundvelli kynferðis. En feminísk kynjamismunun birtist ekki aðeins í kynjakvótum. Hún birtist einnig í kröfu um kynbundnar kröfur. Nú orðið þurfa konur oft að uppfylla önnur skilyrði en karlar til þess að eiga möguleika á […]

Laugardagur 29.03 2014 - 10:30

29. Feministar ýkja tölur um kynbundin launamun

„Konur þéna 75 kr á móti hverjum 100 kr sem karlar þéna.“  Þetta er ein af möntrum feminismans. Sannleikurinn er sá að launamunur kynjanna á sér að mestu leyti eðlilegar skýringar. Aðeins 6-10% launamunur hefur ekki verið skýrður. Femninstar hafa auðvitað fína skýringu á þessum óútskýrða launamuni; það er auðvitað einlægur vilji karlveldisins til þess […]

Þriðjudagur 10.09 2013 - 09:33

28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi

Fegurðardrottning segist vera feministi. Einhverntíma sagðist Magga pjattrófa líka vera feministi. Ég hef lesið viðtöl við kynlífsþjóna sem segjast vera feministar. Þessar konur telja sig hafa sama rétt og karlar, vilja standa körlum jafnfætis og telja sig standa körlum jafnfætis, ekki þrátt fyrir lífsstíl sinn heldur vegna hans. Ef feministar hefðu ekki stolið hugtakinu gæti […]

Þriðjudagur 27.08 2013 - 12:22

27. Feministar eru með klám á heilanum

Einhverntíma heyrði ég það haft eftir Birgi í Vantrú að fyrir rétta upphæð væri hann tilbúinn til að selja tjáningarfrelsi sitt en aðeins vegna þess að hann hefði þegar sagt opinberlega allt sem mestu máli skipti um trúmál svo héðan af gæti hann sennilega svarað öllu sem þörf væri á með því að vitna í […]

Föstudagur 16.08 2013 - 17:00

26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni

Femínísk túlkun á listum gengur ýmist út á það að breiða út lygar um kvenhatur og kvennakúgun eða finna feminiskan boðskap sem alls ekki er til staðar. Feministar taka sakleysilegustu verk eins og t.d. barnaleikrit Thorbjorns Egner og vinsæla jólasöngva og leita sérstaklega að kvenhatri. Með hugmyndafræði að vopni er auðvitað hægt að finna hvaða […]

Þriðjudagur 13.08 2013 - 09:00

25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði

Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði.  Í skjóli kennivalds síns sýna femínistahreyfingar og einstaklingar sem tjá sig undir merkjum feminsta oft ofstopafull viðbrögð af litlu tilefni. Póltískur rétttrúnaður fær góðar manneskjur til að gera illa hluti og fólk sem stjórnast af pólitískri rétthugsun er stórhættulegt. Það telur skoðanir sínar heilagar og vílar þessvegna hvorki fyrir sér […]

Laugardagur 10.08 2013 - 11:00

22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks

Þennan átti ég eftir að birta. Stór hluti af þjónustu við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og þurfa á sálfræðiþjónustu að halda er í höndum feminsta en ekki fagfólks. Fólk er ráðið í slík störf á pólitískum forsendum fremur en faglegum. Erlendis eru dæmi um kvennaathvörf séu nokkurskonar heilaþvottarstöðvar. Þetta má t.d. sjá í […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics