Miðvikudagur 29.05.2013 - 00:32 - FB ummæli ()

Þessvegna voru Króatarnir sendir burt

Átta milljónir kostaði að senda Króatana aftur „heim“.  Eftir nokkrar vikur fær Króatía aðild að Evrópusambandinu og þá geta þeir komið aftur ef þeim sýnist svo. Því er von að fólk spyrji hver tilgangurinn sé með því að borga undir þá flug „heim“.

Tilgangurinn er sá að senda skilaboð. Skilaboð sem í senn eru ætluð þeim sem sendir voru burt, öðrum sem vilja fara frá Króatíu og íslensku þjóðinni. Skilaboðin eru þessi:

Við viljum ekki svona rusl. Við viljum frekar borga fyrir að koma þessu liði í skilning um að við Íslendingar erum merkilegri en þau. Við viljum frekar leggja út smápening núna en hætta á að þau telji sjálfum sér trú um að á Íslandi verði litið á þau sem manneskjur.

Flokkar: Allt efni · Flóttamenn og innflytjendur
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics