Ég á til að ganga út frá því að góð þjónusta sé sjálfsögð. Og finnst þá mjög gremjulegt ef hún stendur ekki undir væntingum. En stundum fær maður líka betri þjónustu en maður reiknaði með. Ég bjóst ekki sérstaklega við því að fá framúrskarandi þjónustu hjá Fríhöfninni í Leifsstöð. Við keyptum þar vörur á leið […]
Ég hef tekið mörg og löng netfrí í sumar. Stundum hef ég birt færslur „fram í tímann“ áður en ég hef farið í frí en það hafa liðið allt að 16 dagar í senn án þess að ég hafi verið á netinu. Kannski heldur einhver að þetta hafi þau áhrif að ég komi til baka […]
Á Íslandi tíðkast ekki að kenna nýju starfsfólki vinnubrögð eða gefa því þær upplýsingar sem það þarf til þess að geta veitt góða þjónustu. Á mörgum vinnustöðum er nýju fólki bara hent út í djúpu laugina og þetta á ekki síst við um fyrirtæki sem ráða aðallega kornungt, ófaglært fólk til starfa. Á Íslandi er […]
Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það […]